Sagan að fara í gagngera endurskoðun?

Síldarævintýri Íslendinga var að stærstum hluta tengt Sovétríkjunum sálugu.  Síldin fór þangað og í staðinn fengum við vörur sem að við seldum í Danmörku og Þýskalandi og eignuðumst þannig gjaldeyri.

Sem betur fer hafa Rússar meiri samvisku og/eða betra minni en Ameríkanar, sem reiða okkur nú náðarhögg í annað sinn á stuttum tíma.  Við skulum ekki gleyma flótta hersins þeirra ekki fyrir alls löngu! 

Við sem lærðum Íslandssögu lærðum um Marshall aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríðið.  Hún skipti þjóðina gríðarlegu máli og færði okkur inn í nútímann.  Núna þegar við virðumst á barmi þess að detta úr heimi þróaðra þjóða eru það sýnist manni óvinirnir í austri sem sjá sér hag í því að hjálpa þessari litlu þjóð úti í Atlantshafi.

Og þetta gerist í forsætisráðherratíð Sjálfstæðisflokksins!!!!!!

Þetta er orðið með þvílíkum ólíkindum að engu lagi er líkt.  Ég man eftir því þegar Alþýðubandalagið leið undir lok með falli kommúnismans.   Nú er komið að Geir H. Haarde að taka til í Sjálfstæðisflokknum!  Öfgatrúarmenn markaðarins, Sigurður Kári, Pétur Blöndal, Birgir Ármannsson og fleiri slíkir eiga bara að stofna öfgahægriflokk og leyfa Geir og Þorgerði að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk hægra megin við miðju.

Því jafnmikið og kommúnisminn er dáinn, er kapítalisminn í andarslitrunum!


mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mikið til í þessu hjá þér frændi sæll.

Rússagrýlan er nú orðin hin viðkunnalegasta frænka! Með gotterí í poka!

Vilborg Traustadóttir, 7.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband