Ætti að læra af mistökum Davíðs!
12.10.2008 | 09:58
Gísli Marteinn Baldursson hefur að mínu mati ekki virkað sem stjórnmálamaður. Einn "Hólmsteininganna" í Sjálfstæðisflokknum sem virkilega hafa trúað því að frjálst markaðskerfi hjálpi öllu og öllum, hlutverk ríkisins sé að standa hjá og dást að framtaki þess.
Hann verður nú samt að átta sig á því núna að fullkomin gjaldeyrisþurrð er á landinu og mér finnst beinlínis hlægilegt að verið sé að draga réttmæti þess að leysa málið í efa! Það vantar gjaldeyri Gísli! Punktur!
Ísland mátti þola hersetu í rúm fimmtíu ár vegna þess að Bretar og Bandaríkjamenn þurftu herstöð á eyjunni okkar. Það var leyft því að þeir létu okkur hafa peninga í staðinn Gísli minn!!!
En það er alveg ljóst að fyrir öfgahægrimennina er það erfitt að sjá að kapítalisminn er dauður og við þurfum að leita til fyrrum (og næstum núverandi) kommúnistaríkis til að bjarga rústum hugmyndafræðinnar. Sér í lagi þegar öll draumalönd þessara manna eru í sömu, eða verri, málum en við.
Úr rústum kapítalismans þurfum við að rifja upp hugmyndagjaldþrot kommúnismans og byggja almennilegt þjóðfélag úr hugmyndafræðum hægri jafnaðarmanna. Enda eru Geir og Þorgerður að gera það í rólegheitunum.
Ég tel mig síðustu 15 árin vera hægri jafnaðarmann, trúi ekki á fallegustu hugmyndafræði heimsins um það að allir menn geti verið algerlega jafnir og finnst fáránlegt að halda það að þjóðfélag eigi að treysta á fyrirtæki sem vilja bara gróða sem drifkraft sinn!
Þarna á milli liggur línan, við eigum að virkja einstaklingana og markaðinn til að búa öllum betri tíð.
Ég held að Gísli ætti því að hætta að tala, því þó ótrúlegt megi virðast er viðbúið að einhver blaðamaður í útlöndum pikki það upp að einn af þekktari stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins sé að vanþakka þá einu aðstoð sem okkur er möguleg!
Loka á pennann takk!
Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.