Þörf umræða

Viðurkenni tvískinnung, fylgist með Klovn og hef mjög gaman að mörgu þar.

Ég hins vegar hef hugsað nákvæmlega eins og kemur fram í pistli Jóhannesar að viðsnúningur aðstæðnanna í Dagvaktinni þætti hneyksli.  Ég er líka viss um að þetta er meðvitaður gjörningur þáttasemjenda og kannski þess vegna er ég ekki búinn að birta mínar hugsanir. 

Fyndnin að ganga fram af fólki er komin á ystu mörk og stígur stundum útfyrir. 

Ég á ekki stráka, en ef svo væri vissi ég ekkert verra en ef að þeir lentu í aðstæðum Ólafs í Dagvaktinni, að verða kynferðisleikfang vergjarnrar fyllibyttu.

Kannski erum við svo dofin í þrengingum okkar á skerinu að við erum ekki að velta svona fyrir okkur.....


mbl.is Má grínast með nauðganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband