Um gildi þess að þegja!

Svei mér þá alla mína lífs- og sólardaga!

Fyrir ca. 3 vikum komu upplýsingar frá stjórnmálamönnum að farið yrði að skoða stöðu heimilanna með sérstöku átaki, og svo fyrirtækin líka svo hjól efnahagslífsins gætu haldið áfram að snúast.  Stýrivextirnir skyldu lækkaðir, gengið skoðað sérstaklega og talað um að aftengja vísitöluna!

Sumir hefðu átt að þegja.  Geir verið rólegur en sullubullkollurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú dregið fólk á asnakjálkaeyrunum í nokkurn tíma, mér vitanlega hefur EKKERT verið gert fyrir venjulegt fólk, nema að stofna nefnd!  Ábyrgur stjórnmálamaður á ekki að lofa upp í ermina á sér Jóhanna!  Um allt land var fólk í vanda sem treysti á þig, en situr nú og horfir upp á hæstu vexti í alheimssögunni, gengið í fullkomnu bulli og verðbólgan er búin að éta upp eignir meirihluta landsmanna.  Til agna.

Björgvin G. hefði átt að geyma sjónvarpsþáttinn þar sem hann var mærður upp í það að standa sig vel í "stórsjónum sem á honum gengi".   Sérkennileg yfirlýsing hans í Englandi í september og sönglið um að "verið að sé að skoða það sérstaklega" veldur því að ég allavega er farinn að hrista hausinn duglega þegar hann opnar munninn.

Ýmislegt er sagt af misvitru fólki, en engar eru framkvæmdirnar, ekki nokkrar.

Misskiljið mig ekki, þessi stýrivaxtahækkun á ekki að koma neinum á óvart, hún er örugglega krafa IMF og á að verða til þess að sparifjáreigendur leggi inn í banka hér en flytji ekki peningana sína út.  Væntanlega tala menn um "tímabundnar aðgerðir" og að "skoðuð verði sérstaklega afkoma heimilanna og þeirra fyrirtækja sem eru í vanda, því hjól atvinnulífsins þurfa að snúast"!

Trúir því einhver orðið?  Gaman væri að spila það sem viðskipta- og félagsmálaráðherrar okkar hafa talað um frá 1.október og spyrja þá, oft, OG HVAÐ!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!

Þessi stýrivaxtahækkun mun ekkert gera nema auka vanda heimilanna og sjá til þess að erfið staða fyrirtækja mun leiða til fjöldagjaldþrota.  Enda er að verða ljóst að við eigum engar bjargir í landinu til að redda nokkru.  Ríkisstjórnin er ráðalaus með öllu og eiga sem fyrst að viðurkenna staðreyndina....

Þeir hjálpa þeim sem geta hjálpað sér sjálfir.

Ítreka kröfu mína um tiltekt í stjórnmálaöflum þjóðarinnar, ef það ekki gerist núna er þjóðin komin aftur til tíma Móðuharðindanna þegar þorri hennar sat til baka og beið þess sem verða vildi.  Flestir okkar stjórnmálamenn eru háðir peningum og kunna engin ráð sem duga venjulegu fólki.

Jafnvel ekki þeir sem hafa haft hæst um mikilvægi þess að standa vörð um fólk.  Er ekki bara málið að þeirra tími sé liðinn???????


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég segi bara inn með Jón Baldvin Hannibalsson, hans tími er kominn!

Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Johnny.

Það sem ég er að meina með mínum pistli er einfaldlega það að í umræðunni frá byrjun hefur ALDREI verið talað um stýrivaxtahækkun, það var hins vegar mikið rætt um stýrivaxtaLÆKKUN!

Gott að heyra að þú telur fók koma hingað með peningana sína.  Ég er ekki svo sannfærður um það.

Svo þekki ég fullt af mönnum sem eiga fyrirtæki.  Misstór.  Hingað til hafa þeir ENGAR upplýsingar fengið og ENGA aðstoð.  Þvert á móti hafa bankarnir látið þá vita að þeir eigi engin ráð fyrir þá og geti enga fyrirgreiðslu veitt.

Ég hef ekki séð stýrivaxtahækkanir skila neinu til okkar.  Bara fyrirgefur mér, en ég held að það tæki sem stýring leiði bara til enn meiri vitleysu.

Það verður að fara gera eitthvað svo venjulegt fólk eigi afgang peningalega til að lifa af.

Þar hefur ekkert breyst frá 28.september og ég held að staðreyndin sé einföld.  Ísland hefur ekki efni á að bjarga venjulegu fólki frá gjaldþroti.

Þá eiga ráðamenn að segja það.  Ekkert annað.....

Magnús Þór Jónsson, 28.10.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Örn Arnarson

Enn hittirðu naglann á höfuðið bróðir.  Hvar eru aðgerðirnar?  Lánin mín hækka enn á öllum vígstöðvum og þó að þessi mánuður sleppi fyrir horn, er ekki víst að sá næsti geri það og hvað þá sá næsti.  Til gamans má geta að téður Johnny Bravo setti inn nákvæmlega sama komment á öðrum þræði sem ég las í dag.  Skyldi hann vera vírus?? :)

Örn Arnarson, 28.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband