Smjörklípa sem var fyrirsjáanleg.
2.11.2008 | 10:23
Held að Samfylkingin sé að undirbúa kosningar í vor. Þetta eru í sjálfu sér litlar fréttir, Davíð á stuðning ca. helmings Sjálfstæðismanna og ekki nokkurs annars manns í samfélaginu.
Það að svona bókun komi fram held ég að ruggi lítið bátnum í raun. Geir og Ingibjörg munu starfa saman um sinn með sínum flokkum í ríkisstjórninni en svo verður uppgjör. Meirihlutinn er það stór að ekki þarf að hafa áhyggjur af einstaklingum sem vilja nýta sér ástandið.
Davíð Oddsson er því bara smjörklípa núna sem á að skerpa enn línurnar varðandi hver ber mesta ábyrgð á fjármálahruninu. Það virðist því eiga að vera þannig að Sjálfstæðismenn eigi einir að bera ábyrgð.
En ég held að þjóðin sé skynsamari en svo að láta Davíð sitja uppi með allt. Samfylking og Framsókn verða líka að fara yfir sinn þátt í þessu máli öllu. Og auðvitað VG og Frjálslyndir líka, þó þeir hafi ekki ráðið hafa þeir látið áherslur sínar liggja á öðrum stöðum að stórum hluta.
En alltaf held ég áfram að rispa plötuna og heimta uppgjör innan flokkanna sjálfra. Fara þarf yfir hver stefna flokkanna er nú þegar fjármálahyggjan er dáin og ljóst að talsverð ríkisumsvif verða næstu 5 - 10 árin hið minnsta. Skera frá þá einstaklinga sem ekki kunna að vinna í slíku umhverfi og finna aðra í þeirra stað sem bera hag þjóðarinnar allrar fyrir brjósti.
Ríkisstjórnarslit nú eru varla lausn, kosningar núna fullkomlega ómarktækar. Það þurfa að liggja fyrir mun meiri upplýsingar og miklu meiri stefnumótunarvinna þarf að fara fram áður en maður tekur afstöðu til stjórnmálaflokkana í landinu!
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær hittumst við og mótmælum með þig í fararbroddi, gæti verið í Búðardal eða Stykkishólmi.....svona einhverstaðar mitt á milli. Komin tími á einn landsbyggðarfund !
Hulda Margrét Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 13:10
Á meðan stjórnarflokkarnir eru að tryggja framtíð sinna nánustu og stuðningsmanna sinn (nánustu líka) þá slíta þeir ekki samstarfinu. Þegar það er afstaðið getum við gengið til kosninga. Vei þeim þá því fólk verður ekki í stuði til að kjósa þá aftur eftir þær aðgerðir.
Ég hugsa að ég kjósi hreinlega þann mann efstan á einhverjum lista sem mér líst best á í því kjördæmi sem ég kýs í næst!
Vilborg Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.