Stórfrétt vegna sigurs lýðræðisins í Bandaríkjunum!

Fylgdist með kosningunum fram á nótt, gafst þó upp áður en klárt var hvernig færi.

Gaman var að fylgjast með vinnu sjónvarpsmannanna sem höfðu lagt mikið á sig einmitt til að sjá hvar stuðningur við frambjóðendanna var mestur, eftir kynjum, innkomu í launum, húðlit og alls konar öðrum hlutum.

Og sennilega í fyrsta sinn síðan ég veit ekki hvenær eru það sennilega kjósendurnir frá miðstéttinni og niðurúr sem vakna kátastir í Bandaríkjunum í dag!  Það er að mínu mati stærsti sigur lýðræðisins, þegar að fjöldi hins venjulega fólks gleðst meira en "elítan" í samfélaginu sem hefur átt sína kjötkatla.

Nú þarf Barack HUSSEIN Obama að sýna fram á það að hann er maður allrar þjóðarinnar og nú er að mínu mati komið að stóru stundinni hans.  Ég tel Obama ekki eiga séns í að eignast sömu áruna og Bill Clinton, hvað þá John F. Kennedy.  Hann er góður ræðumaður í anda Morfísmanna, hægur og yfirvegaður og er að vinna þessar kosningar að stórum hluta út á það að Ameríka vill breytingar frá bulli George W. Bush sem ég tel að sagan dæmi sem versta forseta í sögu landsins.

Mikið hefur verið gert úr litarhætti hans, sem vissulega er mikil frétt, en það held ég að valdi honum enn meiri pressu.  Án vafa munu hópar "ekki hvítra" nú reikna með miklum ávinningum í réttindabaráttu sinni og að þeir líti glaðari daga, en það er auðvitað ekki sjálfgefið.  Á þingmannsárum hans hefur hann ekki verið "kynþáttaþingmaður", heldur mun frekar verið öflugur í efnahagsmálum og félagsþjónustu fyrir alla, óháð öllu.

Sem auðvitað verður að vera.

Í dag hefur maður meiri trú á Bandaríkjum Norður Ameríku sem þjóð.  Ég reyndar held að John McCain hafi verið góður kostur líka, en það að þjóðin hefur nú kosið ungan blökkumann sem sinn stjórnanda eru skilaboð, skýr, um að Bandaríkin verða að breytast.

Ég held að heimsbyggðin gleðjist yfir því af heilum hug, við erum mörg orðin þreytt á heimsveldishyggju landsins og yfirgangi.  Vonandi nær Barack Obama að breyta því með dyggri aðstoð síns fólks!


mbl.is Konur og minnihlutahópar tryggðu sigur Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Rétt hjá þér, loksins breytist vonandi eitthvað þarna. Maður heyri það í Minnieapolis að fólk var spennt fyrir þessum kosningum og vonaðist eftir breytingum. Ég sá þetta nú bara í morgun fyrir víst og mikið var ég glö í hjarta mínu.

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband