Þingmenn að vakna?

Verð að viðurkenna að ég er bara að byrja trúa því að eitthvað sé á réttri leið.  Ragnheiður og Guðfinna, meira að segja Pétur Blöndal að átta sig á því að þjóðin er að heimta aðgerðir og viðbrögð.

Auðvitað er þetta hárrétt hjá þeim og ljóst að steinaldarhugmyndir um Alþingi Íslendinga sem afgreiðslusal fyrir ríkisstjórn eru renna út á tíma.

Enda ljóst að Alþingi hefur alls ekki verið starfi sínu vaxið nú um sinn.  Ég er mjög glaður að sjá skólastjórana á þingi, áðurnefndar konur og þann mæta dreng Guðbjart Hannesson ætla að ganga í lið með almenningi þessa lands og heimta umræðu og tafarlausar aðgerðir.

Smátt og smátt kemur í ljós hverjum verður treystandi að vinna þarna áfram......


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo má brýns deigt járn að bíti. Ég hef reyndar mila trú á þessum sem þú nefnir öllum saman og Ólöf Norðdal hefur ekki haft sig mjög í frammi fyrr en nú.

Ég hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn klofni. Þetta virðast vera tvær fylkingar. Davíð hefur lag á að skipa fólki í fylkingar annaðhvort með eðpa móti HONUM!

Hann er enn að og Geir dansar með eins og búktalari. (Ætti reyndar ágætlega heima á vaxmyndasafni)!

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já áfram skólastjórar !

kv.

Eyjólfur Sturlaugsson, 10.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband