Að axla ábyrgð!?!?

Finnst nú menn mæra Bjarna karlinn um of!

Bjarni Harðarson er einn skemmtilegasti ræðumaður sem ég hef heyrt í.  Síðast heyrði ég í honum á Skólastjóraþingi á Selfossi þar sem hann fór á kostum, ég hreinlega hélt ég myndi deyja úr hlátri á köflum!

Oft á tíðum hefur verið gaman að fylgjast með brölti hans á þingi, í sjónvarpsþáttum og á blogginu.  En stundum labbar hann yfir strikið.

Sem hann svo sannarlega gerir þarna!  Ég ætla nú ekki að verða stuðningsmaður Valgerðar Sverrisdóttur, dettur það ekki í hug, en hvað í ósköpunum reikna menn með að annað væri hægt að gera?

"Fyrirgefðu Valgerður!  Það er stærsta kreppa í íslenskri pólitík og ég ætlaði að nota tækifærið og rýra traust kjósenda Framsóknarflokksins á þér, koma þér út í horn í þingflokknum og komast til valda sjálfur.  En við skulum bara gleyma því og vinna saman"?

Ekki möguleiki, ekki nokkur möguleiki.  Ef Bjarni hefði setið áfram hefði Valgerður orðið að víkja, annars hefði Framsóknarflokkurinn algerlega tapað því litla fylgi sem hann þó hefur núna.  Það er sorglegast að sennilega var Bjarni að bregðast við því að fólk vill breytingar.

Bara eins og stundum áður var hann of fljótur til og lék vanhugsaðan leik.  Slíkra stjórnmálamanna þörfnumst við ekki í dag.  En Framsókn stendur veikar eftir og satt að segja orðið sorglegt að sjá að stjórnarandstaða og valdabrölt í borginni virðist bara færa flokkinn enn neðar. 

Ég held að leið þeirra úr ógöngunum verði að leita í upprunann og skoði hvenær þær voru síðast við farsæl völd og ánægðir í sínum flokki, á tíma Steingríms.  Áherslur hans voru vinsælar meðal þjóðarinnar "fyrir nýfrjálshyggju" og sannarlega er tími fyrir þær á Íslandi á ný.

Ef ekki, þá deyr Framsóknarflokkurinn.......


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarflokkurinn mætti nú alveg lognast útaf.  Farið hefur fé betra.  Annars er þessi uppákoma með Bjarna bara hlægileg.   Hvernig er með þessa aðstoðarmenn þingmanna?  Hvað í andsk.... gera þeir? 

Þetta er nú meiri endaleysan, það ætti bara að leggja þessa samkundu á Austurvelli niður og fá Danmörk til þess að taka okkur upp á sína arma.  Ekki getur ástandið versnað við það, svo mikið er víst.

Fannar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:23

2 identicon

Sammála Valgerður ætti að taka Bjarna til fyrirmyndar og segja af sér, mér finnst brotið hans Bjarna ekki eins alvarlegt og hennar brot

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst það frekar ömurlegt að hann sé að axla ábyrgð og segja af sér fyrir gjörðir Valgerðar, það er ekki eins og þetta hafi verið leynilegt plagg.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvaða upplýsingar voru þetta um Valgerði sem hann ætlaði að nota gegn henni?

Fór það framhjá öllum fjölmiðlunum?

Vilborg Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband