Er búinn að vera að hugsa......

Síðustu daga hef ég, eins og örugglega fleiri, verið að reyna að fara almennilega í gegnum fjármál heimilisins.  Held því áfram næstu daga, því auðvitað hitta þessar vaxtahækkanir og áföll okkur öll.  Þó ég eigi ekki hús þessa dagana, heldur leigi, er ég með lítil neyslulán og valdi mér að taka myntkörfulán á bílinn minn.

Eitt sem ég rak mig á núna nýlega þegar afborgun þess láns fór að margfaldast, greiðslan hefur nú hækkað af því um rúmlega 100% á tveimur árum og þar af um 75% á þessu ári, að mér sýnist vera talað um 65% gengishrun.

Hvernig er það hjá þeim öðrum sem eru með slík lán, sést á greiðsluseðlinum ykkar á hvaða gengi lánið er reiknað?  Það er ekki svoleiðis hjá mér og því finnst mér erfitt að kyngja.  Ég held nefnilega að þessa dagana eigi allar lánastofnanir erfitt og því sé hætta á því að þær sæki fast að fólki.  Kannski of fast???

Á borgarafundinum á mánudagskvöld var auðvitað ljóst að hinn venjulegi Íslendingur getur ekki reiknað með öðru en að skera verulega niður.  Hvort sem við vorum þátttakendur í óráðsíunni eða ekki.  Fáum timburmennina en fengum ekki að vera með í veislunni.

Þess vegna skiptir miklu máli að farið verði að skoða hver hegðun fjármálastofnananna er.  Jóhanna kerlingin lofar stöðugt því að fylgjast með heiðarleika banka og fjármálastofnanna en fréttir að undanförnu benda til þess að þeir séu að reikna alla vexti upp í topp, leggi gjöld á minnstu viðvik fyrir kúnnana og neiti fyrirgreiðslu.  Slíkt lendir auðvitað í fangi stjórnenda landsins, á þeim bitnar reiðin.

Ég skil ekki, er hreinlega fyrirmunað að skilja, hvers vegna bankar og fjármálastofnanir sleppa við umræðuna eða eru sótt til ábyrgðar.

Sem betur fer tók ég viðskipti mín úr Kaupþingi fyrir nokkrum árum og flutti allt mitt í Sparisjóð Siglufjarðar, fékk svo konuna mína til að fylgja mér úr Glitni þangað stuttu síðar.  Ég er því ekki í skjóli þessara fyrirtækja, sem mér virðast ætla að haga sér áfram í anda þeirra manna sem þar réðu.

Áttið ykkur öll á því að þið getið kosið bankana ykkar burt með að kveðja þá og fara annað með viðskipti ykkar.  Það er engin skylda að leggja inn laun í banka þó maður sé þar með skuldir!!!

Legg til að Hörður Torfason kalli lágt næst varðandi kosningar, en heimti sanngirni í umhverfi venjulegs fólks hjá fjármálafyrirtækjum!!!!


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég ætla svosem ekkert að tala um gengi, en ég get samt sagt þér að bílalán sem ég tók í febrúar upp á 2.8 milljónir er búið að hækka gríðarlega! Það stendur í dag í 5.9 milljónum og hefur hækkað um 700.000 í þessum mánuði .... er þetta ekki orðið ágætt ? Ég á skuldlítið hús , og afborganir af bílnum eru orðnar mikið hærri en af húsinu !

XXX (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband