Aðeins af mér og mínum....

Ákvað aðeins að stíga niður úr pólitíkinni og leyfa mér að skrifa aðeins um okkur hér, fjölskylduna á Selhóli 5.

Þrátt fyrir allt sem á samfélaginu dynur erum við öll í fínu standi.  Helga er þessa dagana á kafi í lokaverkefnum og lokaprófum í skólanum sínum (hún er að læra námsráðgjöf í fjarnámi muniði) og mikið álag á henni!!!  Því lýkur á föstudaginn næstkomandi þegar síðasta prófið á þessari önn klárast!

Við ákváðum að hefja vist Sólveigar Hörpu hjá dagmömmu í tengslum við þessa törn Helgu og nú fer hún til hennar Diddu hér í nágrenninu alla virka daga frá svona níu til hálf tólf.  Var erfitt fyrst en gengur bara vel núna.  Helga mætir svo í FSN 2.janúar og þá byrjar fjörið hennar þar á ný.

Sigríður Birta auðvitað eldist og stækkar.  Mikið fjör þar sem stóran mín er á ferð og stundum ber fjörið hana ofurliði.  Þá þarf auðvitað bara að skríða aðeins til pabba og mömmu og fá athygli, þá lagast allt og fallega brosið hennar birtist á ný.  Hún er orðin mikið spennt útaf ljósunum og jólahugleiðingunni, getur auðvitað ekki beðið eftir þeirri gleði allri.

Thelman mín á leið í próf í Kvennó hvar hún hefur staðið sig vel.  Byrjaði í haust í ökunámi en eilítið hefur orðið misbrestur á því dæmi öllu, þannig að pabbi þarf eitthvað að hnippa í ökukennarann sem virðist afar upptekinn, Thelmu til lítillar gleði.

Hekla kláraði hiphop dansnámskeið um helgina með sýningu á Broadway, var afar glöð með sig eftir mikið stress síðustu vikurnar.  Þær systur verða á Selhól 5 á aðfangadag og dagana þar í kring, við hlökkum öll mjög mikið til þó auðvitað verði eilítil þröng á þingi.  Svo stefnir í að tengdó birtist hér í kringum áramót.

Af mér er auðvitað allt gott.  Mikið að gera í vinnunni og viðbúið að svo verði um sinn.  Að auki er ég í formannshlutverki Lions þessa dagana og það er mikið að gera í desember, ég eilítið grænn að gera þetta allt núna, en held ég nái nú að klára þetta að lokum.  Eins og lesendur síðunnar sjá er ég eilítið upptekinn af ástandinu í landinu, en þó eru skrifin nú helsta birtingarmyndin, ég reyni af bestu getu að njóta þess að vera til, enda sáttur við allt í mínu næsta umhverfi.

Allavega, langaði að leyfa fólki að heyra aðeins annað en fréttablogg í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var ég glöð að sjá eitthvað annað en þus og raus um pólitík og allt vesenið í þjóðfélaginu. Ég hef miklu meiri áhuga á að sjá hvað þið eruð að bauka! Gott að heyra að öllum líði vel og það verður gaman fyrir ykkur að hafa elstu stelpurnar hjá ykkur þessi jól. Bumbukveðja úr Eyjum.

Drífa systir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála Drífu, gott að heyra að fjölskyldan er í góðum málum.

En það er svosem engin hissa á því að fólk skuli vera upptekið af ástandinu í landinu.

Gaman af lýsingunum af Sigríði Birtu, minnir mig óneytanlega á litríkan föður hennar sem ég vaktaði stundum í "den".

En það mikilvægasta er auðvitað fjölskyldan og hvernig allt gengur, bíð rosalega spennt eftir fréttum af tvíburunum ykkar Drífa mín. Knús til ykkar allra á Selhólnum, Vestmannaeyjunum, og á Akranesinu, þar kemur líka lítill ættingi á nýju ári. Árið 2009. verður greinilega ánægjulegt fyrir okkur ! Gangi ykkur öllum sem best. 

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.12.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband