Gleðileg jól!
25.12.2008 | 21:16
Gleðileg jól öll og gæfuríka framtíð!!!
Aðfangadagur á Selhól var ákaflega vel heppnaður. Stakk af með Helgu Lind í messu klukkan fimm og Thelma og Hekla sáu um klæðnað yngri systra sinna og að halda matseldinni í horfinu. Stundin í kjaftfullri Ingjaldshólskirkju var ákaflega falleg, og hátíðleikinn finnst mér meiri í lítilli kirkju en stórri.
Myrkvuð kirkja og kórinn syngjandi "Heims um ból" með kerti í hendi toppaði messuna og olli hræringi í huga manns, þegar maður hugsaði til vina og vandamanna í fjarlægðinni.
Svo komum við heim og borðuðum humar og hamborgarahrygg áður en pakkaflóðið mikla hófst. Tók alls rúma tvo tíma og við fengum öll mikið fallegt og nytsamlegt!
Svo smám saman færðist ró yfir en við hjúin sátum loks með Thelmu og Heklu og spjölluðum um lífið og tilveruna vel fram á nóttina, ákaflega glöð og sæl með daginn.
Vonandi var svo hjá ykkur öllum líka!
Jólakveðja frá Selhólnum á Hellissandi...
Athugasemdir
Gleðileg jól Maggi minn og góðar jólakveðjur til fjölskyldunnar frá Knarrartunguliði
Guðný í Knarrartungu (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:52
Sama hér Maggi, notlaleg jól og afar róleg. Heyrði í henni mömmu þinni ´á aðfangadagskvöld, það var bara gott í henni hljóðið.
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.12.2008 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.