Tímabært
2.2.2009 | 11:26
Mér finnst mikill drungi liggja yfir höfuðborginni þegar ég kem þangað.
Nú er ég búinn að heyra af nokkrum félögum mínum sem hafa misst vinnu og eru að leita að annarri, enn öðrum sem hafa mátt taka á sig launalækkun og sífellt fleiri sögur af fólki í fjárhagslegri neyð.
Ég veit ekki hvernig ég hefði það af að fá ekki vinnu. Þetta er nýr raunveruleiki á Íslandi og í fyrsta sinn í langan tíma sem raunverulegt atvinnuleysi er í gangi, þ.e. hundruðir eða þúsundir fólks sem hefur áhuga á að fara að vinna einfaldlega fær ekki vinnu.
Og enn á ný er það Rauði Krossinn sem bregst fyrstur við. Gott hjá þeim.
Ég hef sagt áður og segi enn, við þurfum að standa saman sem samfélag í þeim þrengingum sem eru að byrja ganga yfir okkur. Við þurfum að eyða óvild og sundrung eins mikið og mögulegt er og standa þétt að baki hvers annars.
Þess litla þjóð þarf alla sína einstaklinga!
Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skammdegisstjórnin hlýtur að redda málum!
Eða?
Það er svo sláandi að sjá myndina af þeim tekin í rökkrinu, venjulega er sól og bjart þegar ný ríkisstjórn tekur við.
Vilborg Traustadóttir, 2.2.2009 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.