Erfiðleikar lítillar þjóðar...

...verða mestir þegar þegnar hennar eru flokkaðir í fylkingar með og á móti.

Þess vegna veit ég ekki alveg hvað á að segja við ESB umræðunni og einhverjum "bestu lausnum".  Er enn á því að við munum eiga mjög erfitt með að ná friði í samfélaginu án utanaðkomandi aðstoðar og veit satt að segja alls ekki hvort ESB er sá aðili.

Ég trúi frekar á frændþjóðir okkar í því hlutverki.

Í fréttum gærdagsins kom í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála um álver á Bakka.  Sennilega er sjávarútvegsráðherrann að fara gegn meirihluta Alþingis og tveimur þriðju hlutum þjóðarinnar og í Kastljósi sá maður tvo "vonarprinsa" sinna stjórnmálaflokka rífast eins og hundar og kettir um skattamál.

Er í alvörunni ekki kominn tími á að hugsa hlutina uppá nýtt.  Er framtíðin okkar bundin þessu sama argaþrasi sem mun valda sárindum um ókomna tíð?  Halda menn að gamla vinnulagið í stjórnmálunum virki ennþá, í nýjum heimi?  

Það held ég að sé fullkomlega kolrangt!


mbl.is Besta lausnin er aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála því að við þurfum nýjar vinnureglur. Það er beinlínis pínlegt að hlusta á pólitíkusa rífast fram og aftur um hluti þegar þjóðarhagsmunir eru að veði.

Burt með þetta fólk segi ég, utanþingsstjórn og samhliða því Stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi.

Utanþingsstjórnin starfi sem sagt allan þann tíma sem það tekur að koma þessum nauðsynlegu breytingum á.

Vilborg Traustadóttir, 4.2.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband