Gat ekki valið mér fyrirsögn!

Veit ekki hvað úr viðtalinu hægt er að pikka út sem fyrirsögn.

En þvílíkt viðtal.  Davíð er óhugnanlega sterkur í svona viðtölum, auðvitað er í honum hroki fyrir því hvernig eigi að spyrja og hvaða reglum eigi að fylgja, en hann verður ekki sakaður um það að fara á taugum í beinni.

Auðvitað talaði hann ekki eins og embættismaður, heldur pólitíkus og það á hann auðvitað ekki að gera í dag.  Enda bíð ég spenntur eftir því þegar hann losnar úr viðjum þess embættis og leyfir okkur hinum að heyra það sem hann veit.

Því það er það sem stendur eftir í mínum huga eftir þetta viðtal.  Davíð Oddsson hefur alveg örugglega miklar upplýsingar um spillingu þá sem hefur grasserað í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi undanfarin ár og ég er alveg sannfærður um að hann mun koma léttur og kátur út úr bankanum í lok þessarar viku og lætur gamminn geysa.

Hann getur það ekki í því embætti sem hann situr í nú um þessar stundir.

Í gær heyrði ég þá kjaftasögu að upphlaup Höskuldar á mánudaginn tengdist þessu óbeint, renna væru á tvær grímur meðal stjórnmálamanna hvort losa eigi Davíð fyrr en að loknum kosningum því einhverjum þyki óhugnanlegt að hann leysi frá skjóðunni í aðdraganda þeirra.  Og þar séu stjórnmálamenn í mörgum flokkum undir!

Davíð Oddsson verður í sögunni settur á stall með mörgum öðrum pólitíkusum.  Hann á í dag fleiri óvini en vini og það held ég að tengist ekki Seðlabankanum.  Heldur því að verið er að reyna að holdgerva hann sem sökudólginn stóra.

Sem ég held að sé alveg kolrangt.  Það er staðreynd að peningamálastefnan fór á hliðina, en það var fyrst og fremst vegna þess að bönkunum voru gefin of mikil völd.

Sigmar gleymdi náttúrulega að spyrja hann út í þátt hans í regluverkinu, sem Davíð auðvitað ber mikla ábyrgð á.  En ég er algerlega sammála þessari söguskýringu Davíðs.

Og mig langaði að stökkva upp og fagna þegar hann kom með þá tvo punkta sem eru lykillinn í næstu skrefum landsins okkar!!!

Í fyrsta lagi er kominn tími á að fara í gegnum frumskóg einkahlutafélaga!!!  Þar eru tugir og hundruðir mála þar sem einstaklingar gömbluðu með hlutabréf en hentu svo skuldunum aftur fyrir sig og á okkur öll, en ekki nokkur maður hefur viljað hreyfa við!  Þetta hef ég bloggað hér áður en lítið orðið var við að umræða sé um.

Reynið nú að þagga það niður, þá fyrst sjáum við hvort Davíð er að vaða reyk!

Og svo endaði Davíð á að nefna þá augljósu staðreynd að ekki nokkur maður er að reyna að sameina þjóðina og tala í hana kjark!  Ég er ákafur málsvekjandi þess að það þurfi að reyna að vinna í því að hjálpa því fólki og hópum sem sárast eiga og fara að vinna að varanlegum lausnum einhverra þeirra mála sem minnka sortann fyrir augum.

En í staðinn eyðir stór hluti þjóðarinnar sínum tíma í að byggja upp múra og búa til átök, auk annars hluta sem rær lífróðri að fela sinn hlut í hruninu eða er í sérhagsmunagæslu fyrir hópa og flokka.

Á því hef ég ímugust og skora á fólk að fara að tala kjark í hvert annað og ráðast í það verk að búa til betra og jákvæðara samfélag í stað svika, rifrilda og átaka.

En Davíð kom vel útúr þessu Kastljósi fyrir mér og ég allavega bíð spenntur eftir að heyra það sem hann hefur að segja að embættisstimplinum foknum!


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Smjörklípuaðferð?

Vilborg Traustadóttir, 25.2.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband