Góð skref í rétta átt

Ánægður að heyra það að skapa á störf, þó ég sé ekki endilega algerlega sammála öllum framkvæmdum.

Er t.d. alveg sammála Pétri Blöndal að verulega þarf að skoða það að tónlistarhúsið verði ekki minnisvarði um ofeyðslu!  Það hús þarf að tóna verulega niður í flottheitum og algerlega út í hött, Hróa Hött meira að segja, að ríkið sé að fara taka þátt í því að reisa hótel.

Ef ég væri að reka hótel í miðborg Reykjavíkur væri ég alveg geggjaður!

Svo ber ég auðvitað mikla virðingu fyrir því að verið er að byggja snjóflóðavarnargarða, en sakna þess að sjá ekki aukið lagt í vegagerð, t.d. á Vestfjörðum.  Vegakerfi Vestfjarða er að stórum hluta þjóðarinnar til skammar og þarf að laga.

En gott að sjá að við höfum efni á að ráða fólk í vinnu.  Það er eina lausnin út úr vandanum!!!


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segðu maður, og hvað með fiskvinnslu, kanski bara að gleyma svoleiðis sóða og illa lyktandi atvinnu

Jón Snæbjörnsson, 6.3.2009 kl. 14:56

2 identicon

Allt nema álver takk!

Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég held að það fyrsta sem að þyrfti að gera er að laga rekstrargrundvöll þeirra fyrirtækja sem nú starfa, til þess að koma í veg fyrir að fleiri missi vinnunna. Það er hægt meðal annars með því að koma í framkvæmd hugmynd Tryggva Þórs Herbertssonar Sjálfstæðismanns og Framsóknarmanna sem að tóku þá hugmynd upp á arma sína um niðurfellingu skulda. Án þess held ég að það eigi aðeins eftir að aukast vandinn þegar líður á sumarið, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum.

Annars eru þessi verkefni ákaflega loðin... kvikmyndaverkefni??? snjóflóðavarnargarðar.... og tónlistarhús. Og svo á ekkert að kosta. Ekki ein einasta tala nefnd. Mér hefði fundist miklu trúverðugra að koma bara með krónutölu hvað hlutirnir eiga að kosta, afla heimilda fyrir þessi verkefni úr fjárlögum og setja þau svo af stað. Ekki koma með eitthvað svona loðið bull sem að hver sem er getur sett saman á nokkrum mínútum án ábyrgðar.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.3.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Örn Arnarson

Eins og mér skilst þá eru þegar heimildir fyrir þessum framkvæmdum á fjárlögum, þ.e. að þau eru tekin af því fé sem ráðuneytin hafa þegar fengið úthlutað.  Eins er um að ræða skattaívilnanir og slíkt sem kostar ekki útgjöld heldur skertar tekjur.

Við hljótum að vera sammála um að þetta er skref í rétta átt, en seðlabankinn verður að taka undir og leggja sitt af mörkum til að mæta þörfum atvinnulífs og heimila.  Það þarf að lækka vexti hratt og aflétta gjaldeyrishöftum.

Örn Arnarson, 7.3.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband