Hvaða fyrirtækjum verður bjargað?

Hekla var yfirtekin síðast og ríkið rekur þar bílasölu í samkeppni.

Nú hefur ÍAV verið skilað aftur til ríkisins, einungis sex árum eftir að það, eitt óskabarnanna, var sett í einkafyrirtækjaferli.

Eftir hlýtur að standa spurningin hvaða fyrirtæki verða tekin í vörslu bankanna og hver gerð upp og þeim lokað.  Vildi ekki endilega vera í sporum þeirra sem þurfa að taka þær ákvarðanir og mikið óskaplega hlýtur að vera erfitt að finna mann ótengdan þessum fyrirtækjum til að taka af skarið.

Auðvitað er viðbúið að svona ástand vari um einhvern tíma en það er ekki leiðin út úr vandanum til langs tíma að sjá ríkið eiga öll stöndugustu fyrirtæki landsins.


mbl.is ÍAV verður yfirtekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já ég skil þetta ekki. Allir upp í ríkisjötuna. Var það ekki bannorð á sínum tíma? Af hverju má ekki Hekla bara fara á hausinn ekki stofnaði ég það fyrirtæki eða á nokkuð í því.

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Magnús H Traustason

En nú er öldin önnur. Einkavæðingar fylliríið er búið og timburmennirnir slæmir. Þegar þetta verður gert næst skulum við hafa leikreglurnar skýrar.

Magnús H Traustason, 10.3.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Magnús H Traustason

Nýtt afl í boði þjóðarinnar. Borgarahreifingin. Við á þing Maggi. Ég og þú.

Magnús H Traustason, 10.3.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband