Harður vetur!

Finnst veturinn þetta árið vera eins og þeir voru í "gamla daga".

Töluverður snjór, mikil ófærð og hálka oft á tíðum en minna um rok og rigningar.  Nóttin á Hellissandi var alvöru vetrarnótt, skítakuldi, snjókoma og skafrenningur.  Fór að sækja unglinginn eftir miðnættið og fékk aðeins að skaflast á slyddujeppanum mínum.

Mér fannst það skemmtilegt!

Í dag er svo tekið við rok og rigning, sem mér finnst leiðinlegast allra veðra og ég vona bara að sem fæstir séu á ferli á meðan veðrið gengur yfir.  Ég allavega verð rólegur.

Reyndar orðinn hundslappur, nánast veikur.  En það þýðir ekkert, stór dagur á Englandi í dag þegar að mínir menn sýna vonandi betri hliðina og vinna United á OT.

Er víst á leið í símaviðtal á útvarpsstöð í dag til að ræða málstaðinn, verð að standa mig fyrir mitt lið þar.

Svo á að kíkja á herrakvöld Víkings í Klifi í kvöld ef heilsan leyfir.  En ég verð ekki með í firmakeppninni í dag, það er á hreinu...


mbl.is Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband