Bíllinn minn svaf í Grundarfirði

Af því ég veit að einhverjir hafa áhuga á sögunni um litla bílinn minn.

Keyrði hann í Grundarfjörð í gær og gaf mig fram við verkstæðið sem á að geyma hann.  Þeim bar skylda að taka lykilinn af mér, skrúfa númerin af og geyma samkvæmt ákveðnum prótókolli.

Svo ætti ég að koma á fimmtudag, sækja númerin á skoðunarstöðina, labba til þeirra (ca. 75 metrar á milli stöðvarinnar og verkstæðisins) og fara með bílinn í skoðun.

Þar sem að okkur fannst þetta jafn kjánalegt var nú ákveðið að konan fengi að keyra númerslaust þessa 75 metra og skoðunarmaðurinn mætti setja númerin á!

Í framhaldi af þessari sögu minni hef ég fengið nokkuð skemmtileg viðbrögð.  Veit t.d. að í Reykjavík hefur nú síðustu daga eingöngu verið skoðaðir bílar með númer sem enda á 0 og 1.  Svo fékk ég að vita að langar biðraðir voru í allar skoðunarstöðvar í Reykjavík með númer til að skila.  Starfsfólkið lenti auðvitað í miklum rökræðum og óþægindin töluverð.

Fyndnast finnst mér svo í dag að frá 1.apríl getur fólk nálgast það númer sem það skilaði inn, fengið það afhent með vikufrest í skoðun!  Þannig að væntanlega var nóg að gera aftur í morgun, því ég hef trú á því að það séu ekki allir jafn tilbúnir og við að geta geymt bílinn bara!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband