Dagur 1

af stjórnarmyndunarviðræðum.

Held að það sé alveg ljóst að þessir flokkar munu ná saman og farið verður í Evrópuumræðu einhvers konar.

Í vetur bloggaði ég töluvert um mikilvægi þess að finna okkur Ljósvetningagoða, þ.e. einstakling sem að getur sætt tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar á þann hátt að áfram standi ein þjóð í landinu.  Um 52% kusu þessa flokka tvo og ég tel ljóst að til að leiða málið til lykta á farsælan hátt þurfi að kalla til fulltrúa fleiri flokka og jafnvel annara hópa í samfélaginu.

Mín skoðun er einföld.  Finna leið til að leysa krónuna af hólmi.  Það er að mínu mati forgangsmál, því á meðan að gjaldmiðillinn okkar er verðlaus er hvati til framleiðslu og virðisauka ekki mikill.

Til að leysa þann vanda þarf örugglega að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir, og það er kominn tími til að skoða aðrar lausnir en hafa verið reyndar síðustu ár.  Í dag kostar ein evra 170 krónur sem er fáránlega mikið verð.  Vaxtahækkanir, lækkanir, gjaldeyrishöft, flot og festa.  Allt verið reynt en ekkert lagast.

Þar liggur vandinn og allir stjórnmálaflokkar þurfa að svara hvað á að gera.  Hætta að tala um hvað á ekki að gera og væla yfir umræðu og spurningum.


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég trúi ekki öðru Maggi en þessum flokkum takist að ná saman, annars fer ég nú að efast um ýmislegt .....

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.4.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Því miður munu þessir flokkar ná saman. Mér finnst reyndar kjósendur VG hljóti að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir hafi verikilega kosið um ESG aðild, sem væntanlega verður samið um.

En ég er sammála því að það þarf nýjan Þorgeir. Ég er bara ekki að sjá hann í kortunum. En það vantar hann frændi. Já það vantar hann! Það tala allir en ekkert gerist t.d. með þessa handónýtu krónu okkar.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tek undir með Gumunden eitthvað þarf að gera í málefnum atvinnulífsins! Hver er að því?

Vilborg Traustadóttir, 29.4.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband