Er ekki kominn tími á að breyta keppninni?
29.4.2009 | 22:56
Taka út útivallarmarkið sem einhverja breytu?
Tvær ömurlegar viðureignir, sú skárri þó í kvöld. Súrrealískt að sjá Chelsea tefja og brjóta í 90 mínútur í gær og sjá Arsenal sætta sig við tap, af því það var ekki stórt.
Allir þjálfarar ánægðir nema Barcaþjálfarinn, sem vill skemmta fólki.
Mér finnst Meistaradeildin vera orðin samfellt leiðinlegasta keppni í heimi, með svona 5 - 7 skemmtilegum leikjum á ári, tugum leiðinlegra og bara 6 lið í Evrópu sem geta unnið, þ.e. Liverpool, United, Arsenal, Chelsea, Barca og AC Mílanó.
Leiðindi...
Ferguson sáttur við nauman sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið voðalega er ég sammála þér í þessu. Fyrri leikirnir virðast bara alltaf vera drep leiðinlegir...seinni leikirnir bjóða oftast upp á fína skemmtun því að þá verja menn að berjast. Enn ef að undan úrslitaleikirnir t.d færu fram á hlutlausum velli og yrðu bara einn leikur í stað tveggja þá yrðu það mikil skemmtun...enn það mun aldrei gerast.
Óli Jón (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:52
Það var ömurlegt að sjá 11 Chelsea menn í vörn. Ekki mikið skemmtanagildi í því. En þetta sannar bara enn betur að fótboltinn er orðinn buisness......
Ævar Rafn Kjartansson, 30.4.2009 kl. 00:12
...kannski Inter og Real Madrid líka.
Páll Geir Bjarnason, 30.4.2009 kl. 17:38
Þetta verður Chelsea og United aftur. BORING.
Liverpool og Barca hefði verið topp skemmtun. By the way hver var að segja að Púllarar spili leiðinlegan fótbolta?
Guðmundur St Ragnarsson, 1.5.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.