Hvert fór Ögmundur?

Í janúar barðist Ögmundur á Austurvelli og hafði hátt.

Svo fékk hann embætti, án vafa það óvinsælasta í ríkisstjórn, heilbrigðisráðuneytið er erfitt ráðuneyti að stýra.

Hann sótti vinnustaðafundi og lofaði samráði.

Ég tók svo eftir því að hann mætti ekki á vinnustaðafundinn á Landsspítalanum til að lýsa aðgerðunum sem þar þarf að grípa til.   Svo sýnist manni stefna í lokun St. Jósefsspítala þrátt fyrir allt, og satt að segja sýnist mér Ögmundur lítið hafa sést þar.

Einn ágætur maður sagði mér það að það yrði erfitt fyrir Ögmund að vera ráðherra, hann væri ákvarðanafælinn og ætti mjög erfitt með að taka ákvarðanir sem væru óvinsælar.  Ég taldi það nú ekki líklegt miðað við framgöngu hans í samfélaginu undanfarin ár.

En nú ætla ég að trúa því að háttvirtur heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, ráði illa við það verkefni sem hann fékk í hendur og ætli sér að vinna sem mest "undir borði" og færa undirmönnum sínum þann kaleik að útskýra nauðsynlegan niðurskurð.

Ekkert veit ég lítilmannlegra hjá stjórnanda en það!


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband