Er ekki kominn tími...

...á þau vinnubrögð sem eru í gangi við Austurvöll.

Ég sit hér og les mig í gegnum daginn og verð stöðugt meira á þeirri skoðun að það þurfi að drífa í því, vera forgangsmál, að skoða hvernig samfélagið okkar byggir sig upp og stjórnar sér.

Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst lýðræðið eins og við iðkum það vera úr sér gengið.  Kerfishrun eins og orðið er á Íslandi og greinilega hefur leitt til þess að engar lausnir eru til, heldur bara vandamál, hlýtur að kalla á endurskoðun kerfisins.

Er í alvöru verið að tala um að rjúfa þing og kjósa aftur?  Til hvers.....

Þjóðstjórn.  Hver á að stjórna henni og hvernig á hún að auka frið?

Á morgun mun maður vakna og heyra niðurstöðu 14 manna hóps sem hefur átt mjög erfitt frá í maí.  Mjög erfitt.  Svo heyrum við viðbrögð 20 manna hóps sem er ákveðinn í að þramma út í eyðimörk.  Svo heyrum við í fulltrúa þess hóps sem mesta ábyrgð ber á ástandinu lýsa því að þeir þvoi hendur sínar og vilji bara finna dómstóla (sem reyndar enginn getur sagt hverjir eru), þá stíga fram H & S til að segja okkur að AGS, sem Geir, Ingibjörg, Jóhanna og Steingrímur telja einu leiðina til björgunar, sé óþarfur því Nojarar ætli að bjarga okkur.  Vilja reyndar ekki tala um vexti eða afborganir.  Á kantinum stendur svo þrír plús einn hópurinn, sem veit alls ekki hvað hann er að gera á þingi, eða hvort hann er hópur eða ekki...

Í alvöru.  Þarf ekki að skoða þetta aðeins.  Glundroðalýðræðið sem byggir á fjórflokki í hægri og vinstri og 63ja manna Alþingi Íslands kosið í hlutfallskosningum lista er að mínu mati ekki að skila miklu.

Er kannski kominn tími á að brjóta þetta upp og kjósa héraðsþing eða goðorð?  Held að t.d. goðorð Vestlendinga og Vestfirðinga bæri gæfu til að láta okkur hér líða betur en landsstjórnin.

Eða mörg einmenningskjördæmi þar sem þingmenn yrðu áþreifanlega varir um það að þeir væru fulltrúar fólks á ákveðnu svæði, ekki flokksvéla og slagorða?

Ég allavega er í miklum vafa.  Á síðasta árinu hafa allir stjórnmálaflokkar splundrast og reika ráðvilltir um sviðið.  Þann vanda þarf að leysa og fá nú almenning í landinu, sem örugglega er jafnþreyttur á ástandinu og ég.

Því kerfi eins og lýðræði byggir á hugmyndum lýðsins, en ekki reglum framboða og hefðum stjórnmálamanna!

Finna kerfið og láta það einfaldlega heita....

Íslandi allt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband