Að vera smáþjóð...

...er ekki auðvelt.

Man eftir ástandinu þegar hryðjuverkalögunum var skellt á.  Allir fiskútflytjendurnir sem ég þekki hér fyrir vestan lentu í þvílíkum vanda.  Peningarnir einfaldlega fastir úti.

Var það sanngjarnt hjá Bretum?

Nei.

Geir Haarde reyndi að hringja í Breta.  Þeir svöruðu ekki símtölum hans sem hlýtur að teljast með eindæmum í samskiptum þjóða. 

Var það sanngjarnt hjá Bretum?

Nei.

Í umræðum um lyktir málsins hafa menn rætt það að taka upp dómstólaleiðina til að skera úr um réttmætið.  Allir dómstólar heimsins milli þjóða snúast um það að báðir aðilar samþykki hvaða dómstól á að leita til.

Bretar völdu breska dómstóla, þá eina og enga aðra.

Var það sanngjarnt hjá Bretum?

Nei.

Síðan þá hafa þeir rætt um að gera áhlaup á íslensku neyðarlögin sem sett voru í hruninu, til að komast að því hvort allir ríkisborgarar ESB, og fyrirtæki, hafi ekki þarmeð öðlast rétt til að fá sömu fyrirgreiðslu og íslenskir þegnar sem klárlega myndi eyðileggja fjármál þjóðarinnar næstu 100 ár.

Er það sanngjarnt hjá Bretum?

Nei.

Ég veit ekki með ykkur hin.....

 

...... en ég reikna ekki með að fá sanngjarna meðferð hjá Bretum.

 

Það er vissulega valkostur að borga ekki ICESAVE.  Ég tel, miðað við sögu breska ríkisins, algerlega ljóst að samningar við þá þjóð verði aldrei sanngjarnir.

Ef við viljum ekki takast á við okkar skuldbindingar við þær þjóðir verðum við að vera tilbúin að stíga út úr EES og leita nýrra vinabanda.  Ég veit að Rússar eru tilbúnir á kantinum, og daðrað hefur verið við Kínverja.

Vandinn er sá að við erum smáþjóð að kljást við þjóðir sem hvað duglegastar hafa verið í að kúga og arðræna þjóðir í gegnum tíðina. 

Grundvallarspurningin er því.  Viljum við vera með þeim í liði, því á meðan á því stendur verður alltaf komið fram við okkur eins og smáþjóð á meðal risanna.....


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu hjá þér en ég held að það að hlaupa í faðm Kínverja eða Rússa sé nú að fara úr öskunni í eldinn.  Icesave skuldin er aðeins brot af skuldum Íslendinga og að stefna efnahagslegri framtíð landsins í voða með því að neita að borga þetta væri svo heimskulegt að það tekur engu tali.  Vonandi reynir aldrei á það að menn sjái afleiðingarnar af því.

Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: A.L.F

Bretar hafa aldrei og munu aldrei fyrigefa okkur þorskastríðið, þeir líta svo á sem nú sé tími hefndarinnar og tækifæri til að ná því til baka sem þeir hafa alltaf talið sitt. Hvers vegna haldið þið að ákveðin ákvæði séu í samningnum um eignir ríkisins?

Og að AGS sé núna að ýta á ríkið að draga kvóttann til baka og gera hann aftur að ríkiseign.. þarf enga snillinga til að sjá hvað liggur að baki tjöllum.

Fyrir mitt leiti, þá vil ég frekar enda undir rússum/kínverjum þó það sé slæmt, allt er betra en að láta HELVÍTIS TJALLANA sigra okkur.

A.L.F, 1.10.2009 kl. 11:55

3 identicon

Rússar eru fínir og ég tek þá hvenær sem er fram yfir Breta.

-GSH

Guðbjörn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Held nefnilega að þetta ætti að verða umræðan.

Hverja viljum við eiga að vinum.  Ef maður setur sig í hlutverk Íslands og vinir manns leika mann svona, auðvitað af því að maður gerði mistök, hvað gerir maður.

Vill maður vera vinur áfram, og reyna að byggja upp sambandið.

Eða leika sér við aðra. 

Held að eitthvað sé til í því sem A.L.F. er að segja með ákvæði í samningnum og þrýsting AGS á kvótann....

Magnús Þór Jónsson, 1.10.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband