Hvíldu í friði Guðmundur Sesar.
27.12.2009 | 10:32
Þeim hjónum kynntist ég í vinnunni minni í Breiðholtsskóla og þau kynni eru mér afar minnisstæð.
Það var af svo miklu æðruleysi og yfirvegun sem þau tókust á við marghöfða andstyggilegan risa og þrátt fyrir mikið mótlæti var það þeim einhvern veginn aldrei valkostur að gefast upp. Við í skólanum áttum ekki margar lausnir, en reyndum þó eins og okkur var unnt.
Það var svo afar ánægjulegt að hitta Sesar og dóttur hans í brúðkaupi frænda míns ekki alls fyrir löngu og sjá þann árangur sem þau höfðu náð í baráttu sem oftar en ekki endar með öðrum og verri hætti.
Með Sesari er gengin mikil hvunndagshetja og þessi saga fellur algerlega að hans karakter, hann átti þarna þátt í kraftaverki, í síðasta sinn hérna megin tilverunnar.
Minning um góðan dreng lifir áfram, Oddrúnu, Kristu og öðrum ættingjum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur!
Þá skaltu líka lifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.