Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Að sjálfsögðu

Langbestur í sumar.

Hjartanlega til hamingju með þetta meistari Atli!


mbl.is Atli Guðnason sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Stjáni - en sérkennilegt orðalag blaðamanns.

Glæsilegt félagi, hjartanlega til hamingju með þetta!

Á ýmsu gengið í Keflavík síðustu 12 mánuði og bara frábært að Kristján og þeir sem standa að liðinu séu að sjá árangur erfiðisins.  Megi það lengi halda áfram, allt fram að síðustu umferðum í deild og bikar!

Hins vegar finnst mér þetta sérkennilegt orðalag blaðamanns sem ekki gefur upp nafn sitt: 

Allt annað hefði verið óeðlilegt enda Keflavík í efsta sæti þeirrar deildar og hafa á köflum átt stórfína leiki þó stöku sinnum á milli hafi liðið fallið í meðalmennsku og þaðan af verra.

Hvaða bull er það að setja neikvæð formerki á slíka verðlaunaveitingu liðs sem hefur UNNIÐ 7 af 8 leikjum sínum í sumar.

Mér segir svo hugur að þessi blaðamaður sé sá sami og skrifaði asnalega gagnrýni á leik Keflavíkur og Grindavíkur eftir síðustu helgi, einhver sem er afar pirraður á gengi Keflvíkinga.  Skora á Morgunblaðið og mbl.is að skoða það hvers vegna slík vinnubrögð eru viðhöfð.

En til hamingju Stjáni, Puma-sveitin frábæra og fyrirliðinn knái Guðmundur Steinarsson!


mbl.is Mikill virðingarvottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn af stað.

Skemmtilegur dagur í gær fyrir okkur þá hlutlausu.  Virðast vera sóknaráherslur á ferðinni hjá nokkrum liðum í deildinni og viðbúið að skemmtilegt mót sé á ferðinni.

En skemmtilegast fannst mér að sjá öfluga innkomu lærisveina meistara Kristjáns í Reykjanesbænum.  Árið í fyrra endaði ekki vel hjá Stjána og strákunum og við Dóri nágranni rifjuðum upp að þetta væri fyrsti deildarsigurinn þeirra síðan þjálfarinn var hér í götugrilli í fyrra!

Á ýmsu auðvitað gengið innan vallar sem utan, en mikið vona ég nú að þessi byrjun lyfti liðinu verulega og nýtist því til góðra verka!  Eftir leikmannahræringar síðustu viku er það nú vel mannað og gaman að sjá hvað verður.

En ég vill líka óska tveim öðrum góðmennum sem ég þekki til hamingju með fyrstu sigra sína í Landsbankadeildinni, Ása Arnars hjá Fjölni og Heimi Guðjóns hjá FH.  Eftir að hafa verið í þessum þjálfarasporum lengi hefur maður kynnst mörgum góðum drengjum og þessir tveir eru í þeim flokki.  Vonandi að sumarið verði þeim gjöfult líka.

En svo ætla ég líka að hrósa fjölmiðlum gærdagsins.  Hlustaði á þriggja tíma útsendingu RÚV með mbl.is á skjánum, horfði svo á beina útsendingu hjá Sýn og flottan samantektarþátt.  Löngu kominn tími á það að íslenskur fótbolti fái almennilega umfjöllun.  Með virðingu fyrir enskum bolta og evrópukeppnum þá eru þarna á ferðinni jú okkar fólk í öllum liðum!

Svo á morgun byrjar mitt lið í 1.deildinni, Víkingur Ólafsvík (Snæfellsnesi) og svo næstu helgi fer ÍR hjartað í gang í 2.deildinni.  Dómgæslan svo á fullt 26.maí þegar ég dæmi grannaslag í bikarnum, Snæfell - Grundarfjörður.

Skemmtilegt!!!!!!


mbl.is Kristján: Stoltur af mínu liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband