Boltinn af stað.

Skemmtilegur dagur í gær fyrir okkur þá hlutlausu.  Virðast vera sóknaráherslur á ferðinni hjá nokkrum liðum í deildinni og viðbúið að skemmtilegt mót sé á ferðinni.

En skemmtilegast fannst mér að sjá öfluga innkomu lærisveina meistara Kristjáns í Reykjanesbænum.  Árið í fyrra endaði ekki vel hjá Stjána og strákunum og við Dóri nágranni rifjuðum upp að þetta væri fyrsti deildarsigurinn þeirra síðan þjálfarinn var hér í götugrilli í fyrra!

Á ýmsu auðvitað gengið innan vallar sem utan, en mikið vona ég nú að þessi byrjun lyfti liðinu verulega og nýtist því til góðra verka!  Eftir leikmannahræringar síðustu viku er það nú vel mannað og gaman að sjá hvað verður.

En ég vill líka óska tveim öðrum góðmennum sem ég þekki til hamingju með fyrstu sigra sína í Landsbankadeildinni, Ása Arnars hjá Fjölni og Heimi Guðjóns hjá FH.  Eftir að hafa verið í þessum þjálfarasporum lengi hefur maður kynnst mörgum góðum drengjum og þessir tveir eru í þeim flokki.  Vonandi að sumarið verði þeim gjöfult líka.

En svo ætla ég líka að hrósa fjölmiðlum gærdagsins.  Hlustaði á þriggja tíma útsendingu RÚV með mbl.is á skjánum, horfði svo á beina útsendingu hjá Sýn og flottan samantektarþátt.  Löngu kominn tími á það að íslenskur fótbolti fái almennilega umfjöllun.  Með virðingu fyrir enskum bolta og evrópukeppnum þá eru þarna á ferðinni jú okkar fólk í öllum liðum!

Svo á morgun byrjar mitt lið í 1.deildinni, Víkingur Ólafsvík (Snæfellsnesi) og svo næstu helgi fer ÍR hjartað í gang í 2.deildinni.  Dómgæslan svo á fullt 26.maí þegar ég dæmi grannaslag í bikarnum, Snæfell - Grundarfjörður.

Skemmtilegt!!!!!!


mbl.is Kristján: Stoltur af mínu liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband