Færsluflokkur: Dægurmál
Lýðræði?
18.9.2009 | 14:36
Veit svei mér ekki.
Það skiptir engu máli úr þessu, tilraunin Borgarahreyfing er hríðfallin og gerir ekkert nema að draga úr vilja hins almenna borgara að stofna nýjar stjórnmálahreyfingar.
Að mínu mati alversta tilraun til slíks í sögunni og enn ein ástæða til að endurskoða lýðræðisreglur samfélagsins okkar. Það voru örfáir að kjósa einstaklingana, en þúsundir kusu Borgarahreyfinguna. Nú sitja upp einstaklingar.
Í skjóli hvers?
![]() |
Klofningur í Borgarahreyfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þögnin lifi
17.9.2009 | 23:13
Vona að þeir sem hingað koma til að lesa skoðanir mínar móðgist ekki þó ég skrifi ekki um ICESAVE.
Vill ekki trúa því að sú umræða teppi þingið næstu mánuði. Það eina sem mun þá gerast er að Norröna fer aukaferðir með Íslendinga í október.
Ekki rætt um Icesave hér....
![]() |
Óska eftir trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagsmunir
16.9.2009 | 11:40
Satt að segja ætlaði ég ekki að ræða mjög mikið um pólitík eða slíkt á blogginu mínu, en sýnist ég ekki ná því. Til þess er einfaldlega svo margt í gangi...
Ég hef svosem lýst því áður að ég tel okkar útgáfu af stjórnun og lýðræði þurfa að fara í gríðarlega naflaskoðun. Ég talaði held ég töluvert mikið um mikilvægi þess að endurskoða stjórnarskrána og það hvernig við veljum okkur stjórnendur og hvaða völd við færum þeim.
Ég vonaði að Stjórnlagaþing myndi taka fyrstu skrefin og hlustaði eftir því í kosningabaráttunni hversu mikla áherslu flokkarnir lögðu á það. Í dag er allt slíkt kaffært í fréttum af endurreisn banka.
Fyrir mig, sem er í viðskiptum við traustan sparisjóð úti á landi, er ekkert að frétta. Ekki neitt. Ég hef nú lengi haldið að það hafi verið töluverð mistök að bjarga öllum einkabönkunum og held að það eigi eftir að koma í ljós í framhaldinu að áherslan hefði átt að liggja annars staðar þar.
En vanda heimilanna verður ekki litið framhjá. Þar er ægilegt ástand á mörgum bæjum og morgunljóst, algerlega, að ef ekki verður gripið til aðgerða á næstu vikum er stefna fólks á Austurvöll.
Því miður er pólitíkin á Íslandi ekki búin að átta sig á því að krafa fólksins er að fá athygli og umræðurétt þegar kemur að aðgerðum. Það er ekki lengur talið nóg að kjósa bara nýja 63 fulltrúa sem svo loka sig af í fallegu húsi við Austurvöll og karpa í margar vikur án þess að taka ákvarðanir.
Því miður held ég líka að fæstir þingmanna átti sig á vandanum, sennilega eru þeir ekki að finna hann á eigin skinni, eða ráða við hann. Slíkt veldur vanda.
Það þarf að blása til þjóðarumræðu um það hvort núverandi stjórnkerfi virkar í því ástandi sem við eigum við að eiga þessa dagana. Ég hef verulegar efasemdir um það og tel Stjórnlagaþing vera nauðsynlegt skref til að skoða það hvort tími er kominn á breytingar á lýðræðiskerfinu okkar.
En heimilin í landinu eru að brenna upp. Það verður að stoppa, en á sama tíma og við förum í naflaskoðun sem þjóð, því miður virkar þingið ekki tilbúið í slíka skoðun...
![]() |
Segja heimilin ekki geta meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flott hjá stráknum!
15.9.2009 | 22:02
Sá á netinu að Emil spilaði 85 mínútur í kvöld og það er vel. Öðlingsdrengur hann Emil, jarðbundinn og ljúfur og mikið óskaplega vona ég að hann fái almennilegt tækifæri til að sparka atvinnumannsferlinum af krafti í gang.
Auðvitað er Barnsley ekki risinn í Championship-deildinni en Emil þarf að fá að spila mikið í vetur, hann er langbesti örvfætti kantmaður Íslands og sem slíkur þarf hann að fá að spila.
Heiðar skipti líka um lið og nú verða Emil, Eiður og Heiðar í lykilhlutverkum í vetur. Er sannfærður um að landsliðið okkar mun græða á því og verða öflugt í vorleikjunum 2010.
![]() |
Fyrsti sigurinn hjá Emil og félögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað skyldi vera í gangi?
11.9.2009 | 15:17
Einhvern veginn finnst manni slæmt þegar maður er hættur að kippa sér upp við fréttir af innbrotum, allavega meðan að enginn slasast.
Mikið óskaplega sem ég vona að menn átti sig á þörfinni fyrir verulega aukinni löggæslu, með áherslu á hverfagæslu og rannsóknadeild auðgunarbrota. Því miður finnst mér of lítið stundum vera gert úr þeirri árás á heimilislíf fjölskyldna, og í þessu tilviki, skóla sem slík innbrot eru.
En auðvitað kemur þetta líka til út af ástandinu í samfélaginu okkar þar sem virðing fyrir eignum og fólki fer stöðugt minnkandi.
Gætum upp á hvert annað, það þarf alls staðar og alltaf, ekki síst í niðursveiflu.
![]() |
Innbrot í framhaldsskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurning
10.8.2009 | 19:51
Er ég sá eini sem er að missa trúna á pólitíkinni?
Finnst stöðugt minna fara fyrir því að þingmenn átti sig á því að þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, en ekki bara flokkanna sinna.
IceSave-deilan er kjörið tækifæri til að sýna að þjóðin eigi á þingi hæfa fulltrúa sem standa saman gegn ógninni sem tap okkar í fjármálastyrjöldinni hefur nú vakið.
Ekki fyrirsagnasláttur forsvarsmanna flokkanna sem virðast alveg tilbúnir í að eyða tíma og peningum í kosningar enn á ný....
Eða er þetta bara vitleysa í mér???
![]() |
Engin niðurstaða um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af mér og mínum
4.8.2009 | 20:50
Sælt veri fólkið.
Hef lítið bloggað að undanförnu, búinn að vera með fullt hús af gestum og aðkallandi fjölskyldumál í bland, svo maður hefur lítið komist til að skrifa.
Ekki það að umræðuefnin séu ekki nægileg, sat orðlaus hér fyrir tveimur kvöldum og gluggaði í "Glærushow from hell" þar sem maður sá þjófnaði upp á milljónir, en reyndar löglega þjófnaði skilst mér!
Svo sitjum við enn uppi með umræðu um IceSave og afleiðingar skelfilegrar siðblindu yfirmanna bankanna okkar gömlu. Pólitíkusarnir keppast um að rífast en þó sýnist manni á allra síðustu dögum þeir vera að átta sig á að vonleysið sem fylgir slíkum rifrildum er að reka fullt af fólki úr landinu.
Svo væntanlega verður styttra í pistilinn minn næsta, maður verður bara stöðugt að vanda sig meira til að vera ekki dónalegur og taka þar með þátt í sundrunguninni, sem mun fyrst allra steypa okkur sem þjóð í glötun!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt framtak!
24.7.2009 | 19:44
Frænkur mínar náttúrulega ekki mörgum líkar.
Ekki oft sem maður væri til í að vera töluvert eldri en maður er, en held að það sé megastuð á Ásnum þarna.
Góða skemmtun siglfirskir hippar sem aðrir!
![]() |
Hippaball á Ketilási á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er að finna Ljósvetningagoða!
16.7.2009 | 21:34
Búinn að hlusta mikið í dag og hugsa margt.
En var búinn að fatta það að þrátt fyrir allt mitt blogg og skoðanir var ljóst að ég fengi litlu að ráða og ákvað bara að fylgjast með án þess að blanda mér í umræðuna. Svo eftir daginn stendur það eftir að nú er ljóst að umræðunni endalausu um ESB og aðildarviðræður er lokið.
Það verður sótt um. Svo mikið er víst.
Héðan frá tekur við langt ferli sem ég fæ líka litlu ráðið um hvernig verður, en ég fæ þó að kjósa um afurðina á endanum! Fróðlegast í því verður nú ef að VG vill slíta viðræðum áður en þeim lyki, hvaða umboð hafa þeir til þess? Að mínu viti ekkert. Það er búið að taka af skarið og treysta verður þjóðinni til að ráða, um það eru allir sammála sýnist mér.
En ég ætla að vona það að næstu tvö ár fari ekki í stanslausa og stöðuga baráttu "með" og "á móti" ESB. Mér finnst satt að segja strax í dag vera að leita í þá átt. Hávær rifrildi og miklar deilur hljóma á netinu og því miður held ég að svipað sé að gerast víða annars staðar.
Inngangan í NATO kallaði á svakaleg átök á sínum tíma sem seint (ef nokkurn tíma) greri yfir og þar á undan voru það siðaskiptin sem enduðu með harmleik. Litla gleði að sækja í það.
Sú ákvörðun íslensk sem sterkust liggur í sögunni var þegar Þorgeir Ljósvetningagoði var sendur undir felld og þaðan kom hann til að höggva á illdeilur sem klufu þjóðina í tvær fylkingar. Ákvörðun hans leiddi til friðar, þrátt fyrir að mikill ófriður hefði vofað yfir fram á síðustu stundu.
Nú er að vona það að í þeim umræðum sem á okkur munu dynja næstu tvö árin væri það landinu okkar til mikils happs ef okkur tækist að finna Ljósvetningagoðann í einhverjum einstaklingi hér innanlands og fá hann til að leiða þjóðina.
Ég held satt að segja að enginn stjórnmálaleiðtogi njóti þess trausts, ekki frekar en árið 1000 (u.þ.b.) á Alþingi, að stýra þessu máli næstu misserin. Í Kastljósi kvöldsins sýndi Þorsteinn Pálsson á sér yfirvegaða hlið, þó ljóst sé að hann vilji ná samningi við ESB telur hann mikilvægt að fara með gát.
Er kannski Þorsteinn að fá uppreisn æru eftir að Davíð henti honum út úr stjórnmálastrætónum forðum?
Ég veit ekki alveg, en ég vona að við Íslendingar hugsum alltaf út í það núna sem endranær að hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur miklu máli og rétt hans til skoðana þarf að virða. Það er lykillinn að okkar velferð að við náum að brosa hvert til annars í gegnum þykkt og þunnt.
Friður er farsælli mín kæru...
Dettur ykkur einhver í hug til að henda undir feld, hann þyrfti ekkert að skríða í hann á Þingvöllum, getur alveg verið á þægilegri stað mín vegna!
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hverju á að trúa?
15.7.2009 | 09:04
Seðlabankinn virðist eiga erfitt með að ákveða sig varðandi IceSave sýnist manni.
Þetta álit semsagt segir okkur að við ráðum við þennan pakka og við þurfum "bara" að hækka virðisaukaskatt. Ekki munar okkur um það....
Ég held reyndar að þetta mál snúist fyrst og fremst um það hvaða hóp þjóða Ísland vill eiga sem vini. Við þurfum ekki að velkjast í vafa að fyrrum nýlenduþjóðir eins og Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Hollendingar, Spánverjar og Portúgalir munu ekki láta sér detta í hug að sýna örþjóð eins og okkur mikið, ef nokkuð umburðarlyndi. Við erum eins og meðalstór borg í löndum þeirra og með virðingu fyrir þegnum þessara landa er nýlendustefnan einhvers staðar í bakheila stjórnmálamannanna þeirra enn!
Það voru mér allavega mikil vonbrigði að sjá Norðurlöndin ganga í lið með þeim síðasta haust. Sú ákvörðun varð svo til þess held ég að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ákváðu að samþykkja samning um IceSave, eftir að hafa velt fyrir sér að borga ekki.
Þau fengu það skýlaust í æð að ef ekki yrði gengið frá IceSave á ásættanlegan hátt fyrir stóru leikmennina í ESB yrði Ísland útilokað úr vinaklúbbnum. Nokkuð sem Steingrímur J. hefur nú rekið sig á líka.
Þess vegna verðum við að átta okkur á því að með því að neita IceSave samningnum erum við um leið að samþykkja að við snúum okkur í aðrar áttir í leit að vinaþjóðum og viðskiptasamböndum. Rússland hefur verið nefnt, Asía og þá sér í lagi Kína og jafnvel að reyna að komast meira á ameríkumarkað.
Ef það væri er ekki útilokað að EES samningurinn verði í hættu og þarmeð hið frjálsa flæði vinnuafls og tollaívilnanir ekki lengur sjálfgefnir hlutir.
Ég er ekki að þruma hér svartsýnisraus, heldur bara að teikna upp þá kosti sem við höfum. Við höfum áður snúið okkur frá Bretum og bandamönnum þeirra, gerðum það í þorskastríðunum, mér hefur lengi fundist ómaklega vegið að Rússum miðað við þá samninga sem þeir gerðu við okkur á þeim tímum. Án þeirra er að mínu mati klárt að við hefðum ekki unnið þær deilur.
Nú er staðan sú sama, við erum í stríði, nú við stórþjóðir í Evrópu út af fjármálum. Ef við ætlum að viðhalda því stríði þarf að leita nýrra vina og samninga. Yfirgefa þá markaði sem við höfum verið að vinna á síðustu 20 ár.
Munurinn nú frá þorskastríðunum er afstaða Norðurlandanna. Þar ætla menn að leiða stóru strákana í Evrópu gegn smáþjóðinni í norðri. Það er skammarvert.
En málið er í mínum huga, ætlar Ísland að reyna að leiða sömu stráka, eða snúa sér annað.
Ef við ætlum að leiða ESB-þjóðirnar og Noreg þurfum við að taka á okkur þær skuldbindingar sem fylgja IceSave samningnum.
Hvernig sem mun ganga að greiða af þeim....
![]() |
Ríkið ræður við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)