Hvers vegna ekki fleiri?

Þær kröfur sem verið er að hamra á núna eru þær sömu og heyrðust í búsáhaldabyltingunni.

Leiðrétting lána, gagnsæji í stjórnsýslunni og afnám verðtryggingar.

Ég verð að viðurkenna það að það kemur mér á óvart ef að búsáhaldabyltingin snerist um það eitt að skipta um ríkisstjórn og seðlabankastjóra.  Var viss um að umræða um réttlátara samfélag og breytingar fyrir hinn almenna borgara væri grunntónninn.

Vonandi tekst að vinna að þeim málum, því ég held að allt samfélagið sé sammála um að slíkar aðgerðir eru fyrir löngu tímabærar...


mbl.is Enn mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf fleiri.  Til dæmis úti á landi að safnast við sín valdatákn, bæjarskrifstofu, grunnskóla, þingmannsbústað, eða er ekki verðtrygging á lánunum ykkar líka?  

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:57

2 identicon

Þetta er alltof fámennt .Er fólk að gefast upp?

Kristín (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:01

3 identicon

Einfalt.  Þetta er búið. Áfallið er farið að rjátla af.   Framundan eru verri tímar... þannig er það bara.

gulli (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki gefast upp það er það sem andskotarnir sem stálu af okkur peningunum vilja, koma svo eins og hrægammar og kaupa allt fyrir lítið eða ekki neitt jafnvel með milligöngu fyrirtækja til að nöfn komi ekki þar við sögu, Varið ykkur.

Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband