Ferlegt ástand!

Sérkennilegt að sjá grátandi fólk við heimkomu til Keflavíkur í sjónvarpinu í kvöld, fólk sem er greinilega búið að vera undir töluverðu álagi.

Þó að auðvitað sé ekki verið að tala um lífshættu þá er það töluverður streituvaldur örugglega að vera "fastur" erlendis og vita ekki alveg hvenær maður kemst til sinna heima, það hefur líka örugglega verið eilítið sérstakt að fara upp í vél og hafa í bakeyranu að aska sé á sveimi í himingeimnum en treysta því að tölvumyndir sýni rétta staðsetningu hennar.

Það er ljóst að við þurfum að verða öflug í heimsumræðunni þegar að ástandið róast, þetta ferlega ástand er að sparka fast í liggjandi land!


mbl.is Völlum líklega aftur lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband