Atli og Lilja
21.3.2011 | 19:55
Eftir Kastljósþátt kvöldsins kom náttúrulega bara augljóslega í ljós að Lilja Mósesdóttir var aldrei liðsmaður Vinstri Grænna og bara augljóst að hún er inni á þingi í því hlutverki að samþykkja sinn vilja.
Heiðarlegt hjá henni að hætta, hún er einfaldlega ekki tilbúin í að vera í liði og þá er það bara þannig. Skildi í raun aldrei hvernig hún sló Kolbrúnu Halldórsdóttur út úr þingliðinu.
En ég skil aldrei hvernig maður hefur samvisku í það að sitja áfram á þingi ef maður gengur út úr flokki, hvar er réttlæting þess?
Atli Gíslason er einfaldlega meira til í að vera "samviska" þingsins og vill frekar finna að en vera með. Alveg morgunljóst að hann er bara að elta Lilju og situr þá bara uppi með þá ákvörðun.
Vinstri grænir eru að mínu mati einfaldlega að halda áfram að skilgreina sig í átt að því að ákveðinn hópur þar hefur færst nær jafnaðarmennsku og miðjunni á meðan að vinstri armurinn sem alltaf hefur átt erfitt með að þola þetta ríkisstjórnarstarf færist lengra frá því...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.