Straumar og stefnur

Hef haft lúmskt gaman af því að heyra stjórnmálamenn reyna að stilla Bjartri Framtíð upp í ákveðnu samhengi við vinstri og hægri stefnur eða flokka.

Búa til að við séum útibú eða stofnuð til að viðhalda núverandi stjórnvöld, af manninum sem kom þeim til starfa. Mikið talað um að við séum eins og þessir og hinir.

Án þess að nokkur blaðamaður eða starfsmaður spyrji út í það hvað það er í stefnu okkar sem staðsetur okkur í gömlum förum annarra stjórnmálasamtaka. Hefði gaman af að heyra svörin við því.

Þeir sem vilja kynna sér stefnuna okkar eiga auðvitað ekki að hlusta á alls konar sleggjur, þeim bendi ég á síðuna okkar:

www.heimasidan.is

Smella þar á ályktun stjórnar nr. 1. Þar fer grunnkjarninn í stefnu okkar og þá getur fólk dæmt fyrir sig sjálft. Ég er mjög stoltur af því sem þarna stendur og er enn glaðari með þróunina frá því að við stóðum að henni þessari.

En ég held þó að það sem við erum helst að bjóða uppá núna og til framtíðar er að við ætlum okkur að halda í þá hugsjón að átakastjórnmál og hagsmunagæsla sé arfleifð fortíðar og tími kominn til að líta á stjórnmál sem vettvang samstarfs og opinnar umræðu.

Sú sýn er byggð á raunverulegum vilja okkar. Vissulega láta fulltrúar gömlu flokkana eins og þetta sé ekki nýtt, segja sumir að við séum bara að "teikna bleikar rósir".

Þá það - en við ætlum okkur þetta samt.

Endilega lesið sjálf, og takið þátt í starfinu okkar, það er öllum frjálst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband