Heimur knattspyrnunnar.

Í raun alltaf gaman að sjá allar þær hliðar sem upp geta komið á lífi knattspyrnumannsins.  Að undanförnu hafa það verið uppblásnar blaðafregnir af misnotkun golfkylfu í strákaferð í Portúgal.

Þarna er það stúlkuskinn, um tvítugt, sem er að gefa út ævisögu úr Draumalandinu.  Viðurkenni alveg að ég hefði svo glaður viljað ná þeim hæfileikum að prófa að vera atvinnumaður.   Hins vegar er mér ljóst af samtölum við marga af íslenskum atvinnumönnum að sá dans er ekki baðaður rósum.

Í raun skrýtið að verða að búpeningi eigenda, og fjölskylda manns um leið orðin á köflum almannaeign.

Mér finnst allavega þessir menn ekki alltaf öfundsverðir.  T.d. Rooney sem var gerður að alheimsstjörnu 16 ára.  Mun aldrei fara í lundaveiði, koma á Strandirnar eða smakka hákarl í Bjarnarhöfn nema að grilljón blaðasnápar skemmi fyrir honum reynsluna.

Aumingja Wayne, og vesalings Colleen.......

Eða?


mbl.is Unnusta Rooney tjáir sig um vændiskonumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband