Ekki gleyma!

Gott hjá Geðhjálp.

Nú styttist í kosningar með öllu því brauki og bramli sem fylgir í blöðum og útvarpi.  Ekki má gleyma því sem við heyrðum af í desember og janúar.

Það verður að fara að venja okkur Íslendinga á það að þegar sjónvarpsþáttunum og blaðagreinunum lýkur líður þeim sem talað er um áfram illa.  Ekkert græðist á fréttaflutningi ef engin er eftirfylgdin.

Mér hefur fundist fara lítið fyrir fréttum af skjólstæðingum Byrgisins á Stöð 2, nema fréttir um að þeir séu fallnir í neyslu og/eða týndir!  Stöð 2 á að fylgja sínum málum, þeir hófu málið!  Ekki stökkva frá þegar feitletruðum fyrirsögnum lýkur.  Ekki lýkur málinu þegar Byrginu var lokað, var það?

Sama var um viðbjóðinn sem RÚV velti upp varðandi vistunarheimili á síðustu öld.  Mér fannst vanta dýpri skýringu og smá þjóðfélagsrýni, hvað rak þjóðina í að stofna slík heimili og hver er staðan í dag.  Að sjálfsögðu er þessi ályktun Geðhjálpar hárrétt.  Það þarf að leyfa þessu fólki að hitta ráðamenn þjóðarinnar, þá sem þurfa að taka ábyrgð á fyrirrennurum sínum, auk þess að fullvissa sig um að allir fái þjónustu.

Málinu er ekki lokið þegar kreditlistinn rennur af fréttatímunum!!!!!


mbl.is Krefjast aukinnar þjónustu við fórnarlömb slæmrar ríkisstyrktrar stofnanavistunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo sannarlega sammála þér með skort á eftirfylgni fjölmiðlanna á báðum þessum málum.  Vil gjarnan láta kryfja þau til mergjar. Fjölmiðlarnir hófu þetta og þeir hafa bara klórað í yfirborðið svo blæðir úr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband