Dásamlegt!
6.3.2007 | 22:01
Jæja.
Úff hvað þetta kvöld var ERFITT! Skil ekki hvað þarf að gerast svo að Liverpool FC skori mark, kannski bara að kaupa Eið!!!
En dásamlegur hrollur sem leið um mann þegar lokaflautið gall og hávaðinn á Anfield datt heim í stofu. Þvílíkt stuð hefur verið þarna á þessum leik, Óli Rögg verður örugglega að viðurkenna að hávaðinn á Anfield er engum líkur núna!
Þá er árangur í Meistaradeildinni orðinn betri þetta árið en ég reiknaði með. Var að gera mér vonir um að komast í 16 liða úrslit en reiknaði ekki með meiru. Reyndar var ég glaður að fá Barcelona, því okkur Púlurum hefur gengið nokk vel með stærri liðin í slíkri keppni.
Þess vegna vona ég að við fáum eitt þeirra stóru í drættinum. T.d. sigurvegarann úr Real - Bayern eða vini okkar í Norð-vestrinu, Man. United. Svo höfum við aldrei tapað fyrir Chelsea í CL og fínt væri að fá þá........
En í kvöld gat maður brosað þrátt fyrir tap, liðið fær nú fína hvíld fyrir næstu átök og vonandi að hún nýtist vel.
Verður gaman að fara í vinnuna á morgun, þ.e. ef heilsan leyfir, er heima með hor í nos í dag. Helv*** slappur bara ennþá, fullur af sleni, hausverk og svima.
Sjáum til......
![]() |
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og ég er nú greind kona þá hljóma þessi fótboltaskrif alltaf jafn undarlega og framandi í mínum eyrum
.
Ég óska þér góðs bata kæri bloggvinur og vona að það verði leikir í sjónvarpinu á meðan þú ert "groundaður" vegna veikinda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.