Veður, veður og veður!

Jáhérna!

Hálka og vesen í höfuðborginni!  Leitt að heyra.  Að mínu viti langhættulegustu aðstæður í íslenskri umferð og því miður mjög vanmetin á köflum.

Ég held að það hljóti að sjást þarna að eilífur söngur um það að henda nagladekkjunum í hafsauga þarf að verða settur í samhengi.  Eitthvað annað þarf að koma í stað þeirra, EÐA viðhorfsbreyting og einhvers konar breyting á almenningssamgöngum.

Að sjálfsögðu ætti það að vera þannig að þegar að erfitt færi er, eins og t.d. í daga, sjái sem flestir það eðlilegan kost að fara og nota almenningssamgöngur.  Það sem er hættulegast er fjöldi þeirra bíla sem í umferðinni eru við svona aðstæður, og reynsluleysi ökumanna í slíkum aðstæðum.  Það er í raun ekkert skrýtið, því vetrarríkið hefur ekki verið mikið undanfarin ár.

Við hér á Selhólnum brugðumst við hálku og snjóþekju morgunsins með því að senda frúna með framhaldsskólarútunni til Grundarfjarðar.  Af fyrrgreindum ástæðum.  Þó verður að segja söguna eins og er, heimilisfaðirinn tók "Framsóknar"beygju af bílastæðinu og sigldi út af götunni.  Þó ekki með alvarlegum afleiðingum, kanturinn ekki of brattur svo að beygjan inn á veginn gekk vel....

En í guðs bænum farið varlega í umferðinni og skoðið hvenær þið getið náð strætó á slíkum dögum.


mbl.is Hálka veldur umferðaröngþveiti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gatnakerfið er bara svo löngu sprungið,það vita allir en alltaf gott að kenna veðrinu um.Einnig er þessi vitleysa að hvetja fólk til að keyra ekki á nöglum,hún bætir ekki ástandið hér götum borgarinnar en ég gæti trúað að hún hækki tryggingar ökumanna   

Þorvaldur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband