Lítil stemming, öruggur sigur.

Því miður sýnist manni KR-ingarnir vera númeri of litlir til að búa til stemmingu í þessa úrslitarimmu. 

Til að þarna verði fjör þarf varnarleikur þeirra að batna verulega og skotfærin nýtt mun betur.  Manni sýnist grænu ljónin úr Njarðvík hirði dolluna sem nágrannar okkar í Hólminum ætluðu sér í vetur og ætla sér enn frekar næsta vetur.

Viðurkenni alveg að ég sakna þess heilmikið að spila ekki körfubolta.  Ofboðslega skemmtileg íþrótt, kannski maður ætti að reyna að búa til "Old-boys" - körfu á Sandinum bara???

EN, vona að KR slái til baka á fimmtudaginn og við fáum úrvals sjónvarpsefni líkt og sást í rimmum KR og Snæfells.


mbl.is Njarðvík lagði KR 99:78
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað viljum við fá dolluna í Njarðvík og ekkert múður !!!!

Mér finnst körfubloti svo sem minnst spennandi íþrótt sem ég sé af bolta íþróttum en þar sem fyrirliðinn býr nú  hérna uppi á lofti í húsinu þá verð ég að sýna smá lit þar sem umræðan er í gangi.

 ÁFRAM NJARÐVÍK !!!!

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til hamingju með alla þrjá afmælisdagana ykkar, er svo gleymin á afmælisdaga nema það að ég man alltaf þinn.14.04 en svo ég gleymi ekki að óska þér til hamingju geri ég það hér með !!! Annars bara að íta við ugga - er búið að skrá sig í útileguna (innileguna, skilst að Jonni vilji hafa okkur inni).....bara að minna á....dadaradada....Magga móða

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.4.2007 kl. 14:22

3 identicon

Væri til í að lesa aðra færslu hjá þér um körfubolta. KR númeri of lítið!!!

ÓÓÓÓÓÓÓ ÓÓÓÓÓÓ VIÐ ERUM KR.
REYKJAVÍKURSTOLTIÐ. SANNA STÓRVELDIÐ!
ÓÓÓÓÓÓÓ ÓÓÓÓÓÓ VIÐ ERUM KR.
REYKJAVÍKURSTOLTIÐ. SANNA STÓRVELIÐ!
ÓÓÓÓÓÓÓ ÓÓÓÓÓÓ VIÐ ERUM KR.
REYKJAVÍKURSTOLTIÐ. SANNA STÓRVELDIÐ!

Kv.

Siggi Helga 

siggi helga (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband