Aflokin helgin!

Jæja.

Ýmislegt í gangi.  Fyrst Eurovision.  Ljóst að ef að keppnin á að verða trúverðug þarf að breyta.  Tíunda árið í röð kaus Kýpur það að gefa Grikkjum 12 stig, sem og Þjóðverjar Tyrkjum, sem og júgóslavnesku löndin hvort öðru, sem og rússnesku löndin Úkraínu og Rússum.  Skv. mínum bókum eru allar Norðurlandaþjóðirnar nú í neðri deildinni, Holland og Belgía, Sviss, Írland, Andorra og Austurríki.  Ítalía og Lúxembúrg hættir keppni.  Semsagt, einu V.Evrópuþjóðirnar eru þær sem alltaf eru með, þrátt fyrir að vera allar í neðstu sætunum.

Serbneska lagið var samt flott og verðugur sigurvegari.

Svo fór ég að skoða úrslitin í forkeppninni, þar vorum við í 13.sæti, en útaf hverju.  Jú, við fengum 10 stig frá Dönum og 12 frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.  Þetta snýst ekki um tónlist lengur heldur þjóðernispólitík.  Slíkt er varasamt í samskiptum þjóða og því miður er afar neikvætt talað um þjóðerni þessa dagana út af þessari vafasömu útkomu keppninnar sem var alfarið Austur-Evrópsk.  Því miður held ég að þessi keppni þýði enn minni áhuga í Norðurhluta álfunnar og líkurnar á nýju ABBA dæmi séu að verða hverfandi í Eurovision.

Svo kom spennandi kosninganótt.  Gafst upp klukkan fjögur, þá ljóst að mitt kjördæmi var ekki að fara að klárast fyrr en undir morgunn.  Það finnst mér óásættanlegt!  Skil ekki út af hverju kjörfundum úti á landi, á minni stöðunum er ekki lokið fyr, t.d. kl. 18:00.  Vorkenndi alveg fólkinu sem tók á móti mér á kjörstað og þurfti að sitja í 12 tíma við að bíða eftir Söndurum og Rifsurum.  Alger óþarfi.  Ef að kjörfundur væri búinn kl. 18 væru atkvæðin lengst að komin í Borgarnes um miðnættið í stað kl. 3 eða 4 eins og var nú.

Litli bróðir stöðugt í sjónvarpinu að labba eftir kaffibollanum meðan hann beið eftir að geta talið meira!

Úrslitin eru ekki komin í ljós, útvarpa hér með að ég tel besta kostinn í stöðunni í pólítíkinni nú vera þá að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndi sterka ríkisstjórn um málefni miðjunnar og hægra megin við miðju.  Verst væri ef að Frjálslyndir, með Jón Magnússon, bættust við stjórnina eins og hún er samansett nú.  Framsóknarflokkurinn þarf að byrja uppá nýtt og á að bera gæfu til að fylgja Guðna og Valgerði út úr stjórnarsamstarfi.  Held að Jón Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson séu þeir einu í þeirra liði sem vilji af alvöru fá sömu stjórn áfram.  Veit reyndar ekki um fótboltadrenginn Höskuld Þór í þeim efnum.

Víst er að margt er enn ógert og því eiginlega ekki hægt að segja að kosningarnar séu búnar!

Svo kom síðasti viðburðurinn, síðasti leikur Robbie Fowler á Anfield.  Einn sá lélegasti og leiðinlegast í vetur, en gaman að sjá þegar karlinn fór útaf og allir leikmenn og allur völlurinn klappaði fyrir karlanganum.  Spáið svo í það að 57 sekúndum seinna kom vítaspyrna sem hann hefði pottþétt skorað úr!

Þessi leikur, fótboltinn er engu líkur.  Stöðugar sveiflur milli gleði og sorgar.

Eins og Eurovison, pólitíkin og lífið sjálft!  Málið er að standa af sér sorgirnar og njóta gleðinnar!!!  Munið það lömbin mín.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stjórnin lafir það er sorg upp á minnst 15 vasaklúta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Örn Arnarson

Fannst þér ég ekki sannfærandi í þessu hlutverki?

Örn Arnarson, 17.5.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband