Leyndardómar Snæfellsjökuls!

Eru ótrúlegir segja flestir.

Í gær fékk ég loks að sjá dýrðina af jökulbrún.  Bankað var hjá mér kl. 20:03 og þar fyrir utan stóð höfðinginn Ólafur Rögnvaldsson.  Hann hafði lofað mér því að kippa mér með sér á fjórhjólarúnt.  Ég yrði bara að vera klár þegar hann kallaði.

Ég hentist úr náttfötunum og þarmeð hófst ævintýrið.  Stormuðum fyrst upp að jökulrótum þar sem Hjálmar Kristjánsson Rifsari hitti okkur.  Þá hafði ég pikkfest fjórhjólið mitt og bölvaði mér yfir því að þeir félagar færu nú bara með grænjaxlinn heim.  Sem betur fer voru þeir þolinmæðin uppmáluð og hættu ekki fyrr en við stóðum á toppi jökulsins og gláptum hringinn.  MAGNAÐ!  Því miður var skýjahula á Barðaströndinni og líka í suðurátt en fjöllin á Nesinu eins og litlar þúfur.

Mæli með því að allir fari þarna upp.  Næst ætla ég með skíðin og rúlla niður.  Þegar upp var komið var ákveðið að nýta góða veðrið og fara fyrir Nesið heim.  Komum við á Arnarstapa og renndum niður að Malarrifi á heimleiðinni.

Ég var svo kominn heim um hálfeitt, eftir fjögurra og hálfs tíma útivist, eilítið kaldur og þreyttur, en á þvílíku adrenalínflippi að ég náði ekki að sofna fyrr en um tvö.

Vaknaði svo endurnærður í morgunn, en með heljarstrengi.

GARGANDI SNILLD þessi kvöldstund, held svei mér að ég sé komin með fjórhjóladellu, því þetta var hreint engu líkt.  Jökullinn er magnaður staður sem ég vonast til að heimsækja sem oftast.  Hrikalega glaður að ég fékk að fljóta með og þá þolinmæði sem jaxlarnir sýndu nýliðanum.

Snæfellsjökull og Malarrif komin á lista yfir þá staði sem maður hefur kannað hér og langar að njóta sem oftast og með vinum.  Endalaus uppspretta útiveru þetta magnaða Snæfellsnes!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Það er ólýsanlegt að fara í svona kvöld/miðnæturferð uppá Jökul. Sömuleiðis að skíða niður þegar það er gott veður. Erfiðast er að fylgjast með snjónum fyrir framan sig svo maður detti ekki - maður vill endalaust horfa á landslagið og fegurðina.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband