Flottur Ási!

Til hamingju Fjölnismenn!

Að ég tali nú ekki um Ásmund Arnarsson þjálfara, Húsvíking og öðling.  Vona hreint innilega að Óli Jó og FH-ingar sýni þann drengskap að leyfa lánsmönnunum sínum að spila úrslitaleikinn.  Ef þeir kippa sínum mönnum til baka og vinna verður það ekki heiðarlegur sigur að mínu viti.

En frábær frammistaða hjá Grafarvogspiltum í gær og ævintýrið þar með ólíkindum, hélt að þegar Fylkir komst yfir væri málið dautt, en svo var heldur betur ekki!

Bikarúrslitaleikur og upp um deild er þvílíkt sumar hjá Fjölni, aðeins 5 árum eftir að hafa komið úr neðstu deild.

Ef ske kynni að HK færi niður úr deildinni eru aðeins 2 lið úr Reykjavík utan efstu deildar, Breiðholtsliðin tvö, ÍR og Leiknir.  Eftir ævintýri sumarsins í Grafarvogi hljóta menn í Breiðholtinu að setjast niður og skoða sameiningarmál af alvöru!  Hvað þá vinir mínir á Akureyri, þó þar sé djúpstæðara og erfiðara.

En meira af þessu síðar, til hamingju Ási, þú átt þetta svo sannarlega skilið!!!


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband