Norah Jones og nýr erfingi!

Hæ öll.

Frábær helgi að baki sú síðasta.  Thelma og Hekla komu vestur og var það vel þegið að sjá þær aftur eftir talsvert hlé, Birta ljómaði alla helgina að fá þær og við að sjálfsögðu líka.  Sigga frænka Helgu og Atli komu í heimsókn með Tómasi litla á laugardeginum.  Grilluðum saman og spjölluðum fram á kvöld. Rosa gaman og Birta og Tómas léku sér af krafti, í fyrsta sinn sem ég man eftir því að Birta gafst upp á undan öðru barni á svipuðu reki og sofnaði sveitt á meðan hann sönglaði af gleði.

Sigga komin langt með bumbutímann í óléttunni, Helga rétt að byrja. JÁ TAKK!  Nýr erfingi er áætlaður á heimilið 4.mars 2008, búin að dreifa því nægilega innan fjölskyldunnar til að henda því hér á netið.  Það verður áreiðanlega afskaplega skemmtilegt að verða pabbi enn einn ganginn, það þá í fjórða skiptið.  Hef verið gæddur barnaláni hingað til og er viss um að svo verður áfram, miðað við sónarmyndir af litla barninu er þetta hraust og hresst barn, með huggulegt og sterkt nef, sem er víst mikill kostur.  Helga Lind hefur verið ansi hreint lasin núna í nokkurn tíma og því var hún með alls konar aðferðir við að halda ástandinu leyndu, bæði hér innanlands og utan, en nú bara er að telja niður, fyrst mánuði, svo vikur og loks daga.

Við skutluðum stúlkunum svo heim á sunnudag og fórum á tónleika Noruh Jones.  Las gagnrýni Morgunblaðsins á þriðjudaginn.  Hreint algerlega sammála öllu þar.  Þessi stúlka er snillingur og hljómsveitin hennar var mögnuð.  Kom mér á óvart hversu sterkar útsetningarnar voru á lögunum en var hrikalega flott.  Bullið fyrir tónleika með rauðan dregil og VIP bar fullan af fólki sem sýndi þann dónaskap að vera á þramminu á meðan að upphitunarmúsíkantinn spilaði og þýddi að stór hluti gólfsins var hálftómt á þeim tíma var okkur öllum til skammar!  Ekki skánaði það þegar maður sá fullt af lausum sætum í þessu VIP rými á tónleikum sem sagt var að hefði orðið uppselt á á einungis 15 mínútum.  Skilst að FL Group hafi verið þarna að verki, vegna þess að "það var þeim að þakka" að Norah Jones kom.  Treysti því að tónleikahaldarar framtíðarinnar sæki tónlistarmenn á annan hátt.  Ég allavega er tilbúinn að greiða meira fyrir miðann og þurfa ekki að skammast mín!

En tónleikarnir voru frábærir í alla staði, gleðin skein af hljómsveitinni og salurinn á réttri línu, kurteis og hvetjandi.  Við keyrðum svo heim afslöppuð en eilítið þreytt.  Sérstaklega Helga, enda þreytt fyrir tvo þessa dagana þegar hún er lúin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með tilvonandi erfingann.  Gangi ykkur vel.

Vilborg Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já til hamingju Maggi og Helga, vona að allt gangi vel....þetta var skemmtileg frétt...enn fjölgar í vorri fjöslkyldu. Gott mál. Magga "móða"

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 16:56

3 identicon

Bestu óskir með nýjast bumbubúan, vonandi gengur allt vel. Allt gott að frétta héðan úr Grindó.

Kveðja JR

Jóna Rut og co (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:24

4 identicon

Innilega til hamingju, alltaf gaman að heyra bumbufréttir  Helga á alla mína samúð,  ég ældi í 5 mánuði..á hverjum degi og stundum oft oft oft oft á dag..en þetta tekur allt enda!!

Hafið það gott

Stella (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:23

5 identicon

hæ hæ og til hamingju með litla kúlubúann . Er það ekki lítill Liverpool strákur núna. Svo sitjum við saman á vellinum seinna meir  og hvetjum hvetjum þá.

 Kveðja Matta og Brynjar Búi

Matta (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband