Héraðsfréttablöð.

Gott að heyra að verið er að búa til fjölmiðil á Ströndunum.

Eftir veruna hérna á Snæfellsnesinu er ég alveg orðinn háður fréttablaðinu Jökli og reyni að missa ekki af Skessuhorninu.

Það er nefnilega svo gaman að lesa fréttir af fólki og aðstæðum sem maður þekkir frá daglegu lífi, en ekki endilega djúpstæðar fréttir af einhverju öðru en maður þekkir.  Auðvitað þarf maður að lesa slíkt líka, en best er að hafa þetta í bland.

Gaman væri nú að vita ef hægt er að lesa þessar nýju Strandafréttir á netinu, því heimkynni móðurættar minnar í Árneshreppi á Ströndum eru mér afar kær og alltaf gleypir maður í sig þær fáu fréttir sem detta inn á síður Morgunblaðsins þaðan.

En góða skemmtun við lesturinn Strandamenn, megi blaðið vaxa og dafna.


mbl.is Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

strandir.is flytja allar fréttir af ströndum og er mjög skemmtilegur vefur. kv af ströndum

Steina (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband