Til hamingju með daginn mamma!
16.6.2008 | 16:44
Ójá. Lítið grín í þessu, í gær varð pabbi 55 ára og í dag verður mamma 57 ára.
Þessa dagana er hún mamma mín að gera sig tilbúna í að halda út til Portúgal, a.m.k. fram í september og jafnvel lengur.
Ég veit að ég er eigingjarn þegar ég segi það að veikindi hennar og meðferð við þeim síðustu 2 ár hafa gert samskiptum okkar mömmu svo gott. Búseta hennar í Portúgal lengst af frá '94 - 2006 drógu auðvitað úr þeim, þó gagnkvæm ást, virðing og vinátta okkar hafi alltaf verið til staðar.
Í dag þegar mamma fer út erum við enn meiri vinir, við höfum fengið tækifæri til að kynnast aftur í návígi og stelpurnar mínar þekkja nú allar hliðar á ömmu Sollu. Hvað sem verður í framtíðinni er ég viss um að þessi tími að undanförnu skilur mikið eftir sig og byggir upp framtíðina.
Í gamla daga var auðvelt að vera strákurinn hennar mömmu, hún stundum ofdekraði mann, en það átti örugglega við líka, en hún var líka ákveðin þegar þess þurfti og ég vona að hún hafi verið ánægð með mig í gegnum tíðina!
Til hamingju með lukkudaginn þinn mamma, þrátt fyrir allar áhyggjurnar að undanförnu þakka ég guði fyrir þær samverustundir sem hafa verið svo góðar hér á Íslandi, og er viss um að þær verða ótalmargar í framtíðinni.
Hvar í heimi sem við verðum!
Athugasemdir
Til hamingju með "kellu", hún er seig hún "Veiga".
Vilborg Traustadóttir, 16.6.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.