Því miður örugglega bara byrjunin.....

Held að þessi frétt komi nú fáum á óvart.

BAUHAUS ekki líklegir til Íslands í bili.  Auðvitað er gengið ein ástæðan, en hin sú að ljóst er að svakalegur samdráttur verður í verslun með bygginga- og heimilisvörur eins og þær sem þeir hugðust selja.

Það sem mér finnst einna verst að nú stendur orðið þvílíkt af húsnæði autt að erfitt er að sjá hvað um það allt á að verða.  Næstu ár verða ár samdráttar og því ljóst að nú þegar eru til miklu fleiri íbúðir en þörf verður fyrir um sinn.

Hvað þá verslunarhúsnæði!

Einn af mörgum, mörgum hausverkjum okkar verður að reyna að fylla upp í þær íbúðir, hús og verslanir sem nú standa auð eða eru í byggingu.  Öll framtíðarpæling um nýtt húsnæði er örugglega úr sögunni.

Því held ég að við sjáum Bauhaus ekki hér næstu 5 árin og ég held líka að verslunum með byggingar- eða heimilisvörur fækki umtalsvert!


mbl.is Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og húsnæðisverð lækkar sjálfsagt töluvert.

Villi Asgeirsson, 22.10.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Elsku frændi minn.

Úrvinda bankastarfsmaðurinn stendur uppi atvinnulaus. Eftir mæðgnaferðina góðu, nýkomin heim var mér tilkynnnt að ég fengi ekki ráðningu hjá nýja Landsbankanum- auðvitað grét og blés út....En eftir 26. ára starf en ég er baráttukona Maggi - ég gefst ekki svo auðveldlega upp !

Burt með þessa ömurlegu ríkisstjórn og peningana heim sem teknir voru frá okkur - öllum !

Hulda Margrét Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hulda, endilega segðu þína sögu á www.nyjaisland.is ...

Villi Asgeirsson, 24.10.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband