Maður að meiri, hárrétt ákvörðun Bogi!
4.11.2008 | 23:49
Alveg hárrétt athugað hjá skynsömum manni.
Það er leitandi að manni sem getur sinnt þessu starfi, hagsmunatengsl í svo litlu landi eru gríðarleg og vandfundinn sá maður í valdakerfi Íslands sem ekki tengist bankakerfinu á einn eða annan hátt! Það er að mínu mati algerlega ljóst að finna þarf vammlausan mann til að stýra því GRÍÐARLEGA verki sem verður að finna sakamenn í þessum bankagraut.
Það er alveg pottþétt að þá er að finna og með þessari yfirlýsingu hefur Bogi sýnt þjóðinni það að hann metur réttlætið ofar eigin vegtyllu eða verki. Að ekki sé nú talað um hans persónuleg tengsl í gegnum son hans.
En nú þarf að spyrja. Hverjum í valdastétt Íslands getur þjóðin treyst? Þorgerður Katrín hefur stigið fram í dag og gert hreint fyrir sínum dyrum. Aðrir í ríkisstjórn og á Alþingi eiga að fylgja, svo flokkarnir með sitt bókhald. Það þarf landhreinsun takk!!!!
Gott væri nú t.d. ef Geir útskýrði þá ótrúlegu setningu sína varðandi það að "hann hitti Björgúlf Thor oft þegar hann væri á landinu". Í ljósi orða hans í dag um Icesave er ljóst að annað hvort var Geir að ljúga að þjóðinni sinni eða þá það að hann var leiddur í sömu gildru og svo margir, að treysta gjörðum Björgúlfanna.
Takk fyrir Bogi og Þorgerður Katrín. Hver vill vera næstur????
Bogi Nilsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bogi hefur orð á sér fyrir að vera heiðarlegur. Hann sannar það eð því að greina stöðuna rétt.
Vilborg Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.