ESB? Er það rétt í stöðunni.....

Nú er orðið ljóst að Ingibjörg Sólrún ræður ferðinni.  Hún ætlar að fara í það núna að semja um IceSave svo að Evrópa taki á móti okkur í sambandið sitt.

Auðvitað skil ég það ósköp vel og satt að segja var ég eiginlega alltaf viss um það að við ættum engan séns í að ná miklum árangri í þessari baráttu okkar.  Hér var ekki heimavöllur íslenskra ólgandi miða á ferðinni heldur útrásarvitleysingar sem fóru á útivöll og létu mala sig.  Við verðum auðvitað að fylgja gildandi reglum og það er því orðið ljóst að skattarnir mínir hækka, börnin mín munu borga brúsann og sennilega barnabörnin....

Ég hef virkilega viljað skoða ESB sem vettvang.  Það ræðst mest af því að mig langar meira að tengjast Evrópu en Ameríku og ég held að við þurfum handleiðslu um margt.

Hins vegar verð ég að viðurkenna að réttlætiskenndin mín og þjóðernisrembingur hefur þessa dagana orðið til þess að ég er orðinn óviss um hvort við eigum að treysta þessum þjóðum sem ráða ríkjum í ESB.  Við höfum séð heimsvaldaandlit Bretlands, sem hefur reynt að arðræna okkur frá því á 16.öld og svo sáum við í gær hrokafullan mann sem vonandi var ekki að tala fyrir hönd allra Þjóðverja.  Sá var að koma til Íslands til að sækja peninga.  Vitleysingur!

Ég hef áður skrifað um stærð okkar.  Á undanförnum árum hafa margir stjórnmálamenn orðið breiðir þegar umræðan um ESB fer í gang.  Vissir um að sambandið bíði spennt eftir stórþjóðinni, sem nýlega ætlaði sér inn í Öryggisráð SÞ.

Í dag er ljóst að við erum örþjóð í alþjóða samfélagi og morgunljóst að rödd okkar í evrópsku samhengi er mjóróma.  Sýnist nú þessar þjóðir ekkert vera að vanda sig við það að búa landinu okkar þolanlega framtíð.  Kannski ekki þeirra hlutverk.

En eigum við ekki að bíða og sjá hvað þeir vilja fyrir okkur gera áður en við hlaupum upp og sækjum um að skríða til þeirra á hnjánum. 

Ég held að betra sé að leita svangur að mat en að liggja á hnjánum og bíða eftir brauðmolunum af stóra borðinu. 

Sjáum hvað setur.......


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

ESB hefur svo sannarlega sýnt sitt krumpaða andlit undanfarnar vikur og löndin sem eru innan dyra þar eru held ég ekkert að græða á því. Þar verður bara hver að bjarga sér og seðlabankinn Evrópski er sko ekkert að létta undir með þeim. Þannig að tilhugsunin um að brjálaði utanríkisráðherrann okkar skuli ætla að þröngva ísl. þjóðinni til að fara þangað inn á hnjánum, veldur mér ógleði.

Guðný í Knarrartungu (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:17

2 identicon

Ég held líka að þetta stóra batterí í Evrópu muni ekki taka mikið tillit til þess að við megum ekki við að missa sjávarútveginn. Eins og við munum hafa eitthvað um það að segja að vera á sérsamningi...miðað við atburði undanfarnar vikur þá eru okkur engin grið gefin.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband