Aðeins frá helginni!!!

Fór suður til Reykjavíkur eldsnemma á laugardagsmorgun til að keppa með gömlum félögum í Old-boys bolta.  Síðan heitir jú maggimark í höfuð viðurnefnis sem ég á skuldlaust á mínum gömlu heimaslóðum, Siglufirði og á rætur að rekja til þess þegar ég var markmaður hjá KS.

Eins og núna um helgina.  Skemmst er frá því að segja að okkur gekk vel, nánar má sjá af því á

http://sksiglo.is/is/news/ks-oldboys/

Þakka fyrir mig strákar, þetta var SVAKALEGA skemmtilegt og alveg þess virði að liggja veikur frá sunnudegi fram á miðvikudag eftir hreyfinguna.  Ofsalega gaman að vera í svo jákvæðum og skemmtilegum hóp, bíð spenntur eftir næsta hitting þar sem maður ber fallegasta fótboltamerkið!!!

En að öðru leiðinlegra!

Kaffistofan á leikstað var auðvitað samkomuhúsið.  Mikið óskaplega var sorglegt að hlusta á umræður fólksins þar.  Held ég hafi ekkert heyrt annað þann daginn en sorgarsögur fólks fyrir sunnan um það sjálft, ættingja eða vini sem voru að fara hrikalega illa út úr kreppunni!

Atvinnumissir, yfirvofandi eignatap og á köflum gjaldþrot.  Við sveitakarlarnir vorum svei mér þá þeir einu sem ekki sátum uppi með slíkar fréttir.

Þetta sló mig mjög, margir kunningjar og vinir virkilega uggandi um sinn hag og sannarlega svakaleg útreið sem sumt venjulegt fólk er að verða fyrir.  Mér satt að segja brá mjög og vona virkilega að einhvern tíma fljótlega verði hægt að setja athyglina á venjulegt fólk í þessu landi og vonandi verði rifrildi um stjórnendur og snillinga fljótlega í öðru sæti á eftir fréttum um það hvernig á að forða þúsundum fólks frá gjaldþroti.

Þingmenn hefðu þurft að fá upptöku af kaffihúsinu í Egilshöll!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er einhvern vegin að snerta fleiri hér fyrir sunnan - ennþá. Samt, ég var fyrir norðan og hitti tvær konur sem var sagt upp í Landsbankanaum. Önnur var frá litlu þorpi og mér fannst sem hún og reyndar þær báðar ættu mjög erfitt vegna smæðar staðanna. Allir vita en enginn á smærri staðnum virtist geta faceað konuna!

Það er alveg nóg að upplifa höfnun með uppsögn þó samstarfsfélagar hætti ekki að spyrja frétta eða láta sér annt um viðkomandi.

Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þegar ég þakkaði mínu firrum samstarfsfólki fyrir samvinnuna eftir öll þessi ár, sagði nú ein þeirra, ég skammast mín, það eru einhvernvegin allir að hugsa um eigin rass, en mikið er þetta ömurlegt! Já, og ömurlegt að ekkert skuli að gert og allir sömu riddararnir í stjórn. Ég veit allavega að ég ætla ekki að kjósa þetta fólk næst. Við þörfnumst breytinga !

Knús á nesið.

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 15:47

3 identicon

Takk fyrir helgina,við stóðum okkur bara nokkuð vel miðað við aldur,vonandi finnum við fleiri verkefni svo við getum hist oftar.

Hafþór Kolbeinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband