Stóri bróðir risinn upp!

FH var virkur þáttur í mínu lífi í 5 ár.  Fyrst tvö ár þegar ég spilaði með 2.flokki karla í fótbolta og svo þjálfaði ég samtals þar í þrjú ár.

Fyrra tímabilið, frá vori '89 til vors '91 var FH stóri bróðirinn í fótboltanum og handboltanum, Haukarnir áttu körfuna.  Karpið í Flensborgarskólanum snerist um handboltann þar sem Haukarnir voru að koma upp, en við FH drengirnir höfðum vinninginn.

Seinni kaflinn var milli '99 og 2003 með hléum og þá var staðan ekki eins, Haukarnir besta lið landsins í handbolta og FH átti erfitt með að sætta sig við þá staðreynd.

Eftir að knattspyrnudeildin fór að sýna fram á það að notkun uppaldra FH-inga skilaði árangri fóru handboltamenn að hugsa dæmið uppá nýtt og þá var alltaf talað um '90 árganginn sem vonarstjörnurnar.  Mér fannst verst að þeir voru mínir strákar í fótboltanum líka!  En ólíkt öðrum liðum var ekki togstreita milli deilda, heldur voru allir vinir.  Björn Daníel frændi minn varð Íslandsmeistari í fótbolta í sumar og ég er sannfærður að fleiri munu fylgja honum í fótboltalið Hafnfirðinga.

En í dag voru fimm af "mínum" strákum a.m.k. í liðinu og formaður deildarinnar er eðaldrengurinn Toggi, sem lék svo undir minni stjórn fótbolta með ÍR.

Í dag var ég gallharður FH-ingur, alveg dýrvitlaus í sófanum og lifði mig vel inní!  Svakalega spenntur í lokin þegar þessir ungu menn sýndu miskunnarlausa skynsemi gagnvart mun leikreyndari mótherjum sem urðu sér hver öðrum til skammar í tapinu, fremst fór fyrrum atvinnumaður sem ætti nú að kalla fyrir lögregluna fyrr en seinna!

Í kjölfar réttmætrar athugasemdar hér að neðan biðst ég afsökunar á að hafa alhæft að allt Haukaliðið hafi orðið sér til skammar.  Það er ekki rétt hjá mér og því vill ég leiðrétta það, nokkrir einstaklingar innan liðsins urðu ansi aðgangsharðir, en alls ekki allt liðið.  Ég stend þó við þau ummæli mín að einn leikmaður liðsins gekk alltof, alltof langt.  Fyrirgefið þeir Haukar sem ekki lentuð í rimmuni í leikslok!

En stóri bróðir á Fjörðinn og það er bara frábært!

Til hamingju FH og sérstaklega Danni, Aron, Óli, Benni og Siggi.  Ef fleiri voru í hóp en komust ekki í mynd af strákunum þá auðvitað til hamingju þeir líka.

Þorgeir Arnar Jónsson, þú ert gargandi gaur að vinna frábært starf, það verður sérstaklega gaman að fylgjast með þegar þetta gamla stórveldi fer að taka titla á ný.  Eftir frammistöðu dagsins leyfi ég mér að spá að það sé ekki langt í það, kannski bara mánuðir!


mbl.is FH komið í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maggi minn. Voru það bara Haukamenn sem urðu sér til skammar? held ekki og hvaða fyrrum atvinnumann ert þú að vísa í og hvað gerði hann af sér þar sem þörf er á lögreglu?

Freyr (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll Freysi minn.

Þetta brot í lokin fannst mér nú bara vera svipað og hjá Ásgeiri Hallgríms gegn Noregi í landsleiknum nú nýlega.  Vissulega rautt spjald en eitthvað sem hefur verið partur af íþróttinni í einhvern tíma og skilaði þeim í undanúrslitin.

Örugglega var ég einum of ákafur að alhæfa ykkur Haukana alla hafa orðið ykkur til skammar og ég ætla að breyta því í færslunni.

En ég bakka ekki með það að einn leikmanna Hauka kom hlaupandi inn í þvöguna til að geta barið mann og annan og einungis snör viðbrögð Arons þjálfara og einhverra sem maður ekki sá í sjónvarpinu stöðvuðu slys.  Sá hinn sami var svo aftur kominn í gang á leið sinni til búningsklefanna. Held ég sé ekki að sveifla nafninu, en þetta sást í fréttunum hjá RÚV í kvöld aftur.

En það var vissulega ekki Freyr Brynjarsson sem þetta átti við um, þú og Aron fáið auðvitað samúðarkveðjur í kvöld enda drengir góðir, því það hefur örugglega verið hryllilega erfitt í klefanum ykkar megin eftir leik......

Magnús Þór Jónsson, 7.12.2008 kl. 22:04

3 identicon

Já ég veit um hvern þú talar en ég þurfti að taka einn FH-ing frá þar sem hann notaði hnefana um leið og hann kom inn í grúbbuna og þar af leiðandi eru fh-ingar ekki jafn saklausir eins og þú heldur. Í hinu atriðinu þegar menn voru á leið til búningsherbergja réðust áhorfendur og einn leikmaður fh að begga og voru það kári og gunnar sem stóðu með liðsfélaga sínum. Og í raun er hans framferði til skammar ásamt að fh áhorfendur komu með hnefana á undansér.  Það er í raun fáranlegt að ekki skuli vera betri gæsla þarna. Áhorfendur eiga ekki að fara inn á völlinn og það er virt á Ásvöllum en greinilega ekki í Kaplakrika.

P.s. sammála að brotið hafi verið svipað og hjá Ásgeiri og verðskuldaði rautt spjald eins og þá. Beggi fékk líka verðskuldað rautt spjald en því miður sendu þeir vitlausan mann í rauðaspjaldið. Ólafur fékk spjaldið en það var Ásbjörn sem braut.

Freyr (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband