Nú þarf að standa vörð!

Nú í vor voru ný lög sett um allt skólastarf í landinu.

Sex mánuðum seinna er svo allt í uppnámi og farið að ræða niðurskurð.  Auðvitað skiljanlegt, en ég tel miklu máli skipta að verulega vandlega verði farið í að ræða mál skólastiganna í því landslagi sem nú skapast.

Skulum ekki gleyma því að Finnar lögðu sérstaka áherslu á að standa vörð um skólakerfið í sinni kreppu, með góðum árangri!

En allra mikilvægast finnst mér að í þessum verkefnum verði ekki farið í að alhæfa stöðu allra sveitarfélaga.  Ljóst er að misjafnlega var haldið utanum sjóði þeirra og ég neita því alfarið að núna eigi að láta eitt ganga yfir alla þegar kemur að viðbrögðum við kreppunni.

Mörg sveitarfélög hafa gengið framyfir lagaskyldu vegna grunnskólans, sem er gott, en flatur niðurskurður myndi gagnast þeim betur en hinum sem að hafa barist við að byggja sitt skólastarf á lagabókstafnum.

Menntamálaráðherra þarf að fara verulega vel yfir stöðu ríkisins og þátttöku þess í viðbrögðunum.  Ríkið er í þeirri einkennilegu stöðu að vera vinnuveitandi hluta skólafólks en gæslumaður annarra og því er aðkoma ráðuneytisins að mínu viti skylda!

Lykilatriðið þarf að vera að grunnþjónustan sé heilög og að skólar verði áfram griðastaðir barna, þar sem fullkominn jöfnuður gildir!!!!


mbl.is Getur bitnað á skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar mikill misskilningur að Finnar hafi gætt skólakerfisins í þeirra síðustu kreppu. Hið sanna er að grunnskólar voru þá nýkomnir yfir til sveitarfélaga, mjög mörgum var lokað á landsbyggðinii, hrúgað í bekki og  bara almennt mjög mikill niðurskurður í þeim geira sem og öðrum. Það er ekki fyrr en nokkrum árum eftir kreppu sem Finnar fara að rétta úr kútnum og fara td að leggja miklu meira fé en áður í menntamál og þá fyrst og fremts háskolastigið - í rannsóknir.

Valan (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband