Á að vera sjálfgefið

Hef aldrei skilið það hvernig á því getur staðið að forsvarsmenn stéttarfélaga sitji á þingi og taki tvöföld laun.  Alveg sama hvort um Ögmund eða annan er að ræða.

Það er eitt að vera í stjórn og fá laun fyrir að sitja fundi, en um leið og maður er kominn á Alþingi á það að vera full vinna og út í hött að maður gefi sig upp sem formann slíkra samtaka í aukastarfi!

En gott hjá Ögmundi, fyrst þetta var ekki sjálfgefið!


mbl.is Ögmundur dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

sæll.

Mig langar að benda á, að Ögmundur Jónasson hefur ekki þegið laun sem formaður BSRB.

Ingunn Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 16:49

2 identicon

1. Já ég tek sko heilshugar undir með Ágústi.

2. Það eru ekki margir landarnir sem ekki seilast eins og þeir komast í vasa almannasjóða. Ögmundur er EINI pólítíkusinn sem ég veit um að freistast ekki til slíks.

Hann hætti að þiggja laun fyrir formennsku í BSRB þegar hann varð þingmaður. Geri nú aðrir betur - eða hafi hljóðara ella.

Svo læt ég fylgja með athyglisverða slóð fyrir fólk að hugsa um á þessum síðustu og verstu ......

http://linkage-countrywide.synthasite.com/

Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:52

3 identicon

Þetta má nú misskilja hjá mér á marga vegu; ... að Ögmundur sé EINI pólítíkusinn sem ég viti til að ekki freistist til að seilast í almenningsvasa.

Ég hefði ekki getað orðað þetta klúðurslegra, þótt ég hefði lagt mig alla fram. Auðvitað og sem betur fer, er fullt af fólki sem ekki hefur orðið spillingunni að bráð, en bara ég veit þetta með Ögmund, að hann hefur ekki þegið laun fyrir BSRB-formennsku síðan hann varð þingmaður.

Reyni að passa mig betur næst .

Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Mín mistök varðandi launin, en samt finnst mér svona stöður ekki eiga að rekast á....

Magnús Þór Jónsson, 29.1.2009 kl. 19:54

5 identicon

En hvað með þingmenn sem eru í stjórnum fjölda fyrirtækja? Eða reka eigin fyrirtæki? Eða eru í fullu námi? Eða eru sveitastjórnarmenn? Eða formenn eða í stjórnum íþróttafélaga?

Er ekki óeðlilegt að þingmenn sinni þeim aukastörfum líka?

Karma (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband