Svakalegt!

25% fækkun starfa er auðvitað hrikaleg tala, þó hún kannski komi manni lítið á óvart. 

Yfirbygging bankanna var auðvitað í besta falli kjánaleg, í versta falli plott til að breiða yfir sýndarveruleika botnlausrar velgengni.

Ég borgaði um stund stéttarfélagsgjald hjá bankamönnum, samtals unnið um fimmtán mánuði ævi minnar í banka og þeir sem starfa þar eiga mína samúð að sjálfsögðu.

Fæstir þessara einstaklinga eiga það skilið að hafa verið rændir væntingum sínum um framtíð í lífi og starfi.

Enn einn smánarbletturinn hjá útrásarræningjunum fjörutíu...


mbl.is 1.300 bankamönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gæti ekki verið meira sammála frændi. Mér finnst Útrásarvíkingar of gott orð fyrir þessa einstakinga. Væri ekki Útrásarkúgarar eða eitthvað ámóta betra?

Þeir hafa unnið margri íslenskri fjölskyldunni óbætanlegt tjón!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband